is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15617

Titill: 
  • Innhverf íhugun : vegvísir dansara að bættum árangri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nútíminn einkennist af miklum hraða sem gerir það að verkum að kröfur til hvers einstaklings eru miklar. Sívaxandi hraði í lífi dansara nú á dögum veldur því að hann kynnist nýjungum, tekur nýjar ákvarðanir og breytir lifnaðarháttum sínum hratt til þess að standast það álag og kröfur sem kennarar, foreldrar, fjölmiðlar og samfélagið setur á hann. Afleiðingarnar eru oft á tíðum vaxandi streita. Læknisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að langvarandi streita leiðir til ýmissa líkamlegra- og
    andlegra sjúkdóma svo sem hjarta-, meltingarfæra- og æðasjúkdóma, svefntruflana,depurðar, kvíða og tognunar. Þetta getur meðal annars valdið því að sköpunarkraftur dansara minnkar, einbeiting og árangur verður minni og hugurinn að settu markmiði verður óskýr. Of mikil streita dregur úr árangri dansarans en of lítil spenna er ekki vænleg til árangurs heldur, því þarf dansarinn að læra að stjórna streitunni með því að nota fulla getu líkama og hugar.
    Innhverf íhugun er ævaforn hugleiðsluaðferð og tel ég hana henta vel sem úrræði við streituröskun í lífi dansara. Vísindalegar rannsóknir sýna fram á að ástundun Innhverfrar íhugunar er áhrifarík leið til þess að draga úr streitu og hefur tvímælalaust
    jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Regluleg iðkun Innhverfrar íhugunar getur því skipt sköpum í lífi dansarans, fyrst og fremst verður bæði líkamleg og andleg heilsa betri, streitan verður minni, hugurinn skýrari og einbeitingin og sköpunarfærnin meiri. Þegar hugurinn verður skýrari með iðkun Innhverfrar íhugunar fer hann að starfa með taugakerfinu, mikil samvirkni gerir líkamanum fært að losa alla streitu og framkvæma fyrirmæli hugans og uppfylla langanir hans. Slökunaraðferðin getur því hjálpað dönsurum að ná betri árangri í greininni ef viljinn er fyrir hendi.

Samþykkt: 
  • 7.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innhverf íhugun ESWR.pdf291.89 kBLokaður til...07.04.2027HeildartextiPDF