is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15630

Titill: 
  • Hönnun könnun : grunnþættir menntunar og grafísk hönnun : kennsluefni fyrir grunnskóla : fræðileg samantekt og rökstuðningur
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með útgáfu aðalnámskrár Mennta- og menningarmálaráðuneytissins fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2011virðist sem um nýja sýn sé að ræða á það hvaða hæfni þurfi að rækta hjá nemendum til að undirbúa þá sem best undir samtímann og kvika og ófyrirsjáanlega framtíð. Sérstök áhersla er á einstaklings- og samfélagsmiðuð gildi og er kjarni menntastefnunnar settur fram í sex grunnþáttum. Þeir eru sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð, jafnrétti, sköpun og læsi og eiga við um allt nám og í hverri námsgrein fyrir sig.
    Lokaverkefni þetta er handbók að kennsluhugmyndum ætluðum kennurum í grafískri hönnun og myndmennt á unglingastigi grunnskóla (8.–10. bekk). Kennsluefnið er tilraun til að koma til móts við nýútgefna og endurskoðaða aðalnámskrá (2011) og nýjan kjarna menntastefnu íslenskra menntamálayfirvalda. Í kennsluefninu er lögð áhersla á tengingu grafískrar hönnunar við grunnþættina sex og æfingar hugsaðar og flokkaðar út frá þeim og ýmsum snertiflötum þeirra við grafíska hönnun. Jafnframt er efnið tilraun til að efla greinandi og skapandi hugsun, innan ramma fjölbreyttra aðferða og nálgunar í kennslu grafískrar hönnunar og myndmenntar.
    Í rökstuðningi með efninu er gerð grein fyrir þeim hugmyndum og aðferðum sem það byggist á og færð rök fyrir mikilvægi skapandi greina almennt, einkanlega í samhengi myndlistar- og hönnunarkennslu. Færð eru rök fyrir gildi kennslu í grafískri
    hönnun á unglingastigi grunnskóla sérstaklega. Enn fremur er greint frá því hvernig áðurnefndir grunnþættir íslenskrar menntastefnu fléttast inn í námsefnið og gerð grein fyrir helstu fræðilegu undirstöðum þess.
    Hluti efnisins var prófaður í kennslu í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Haldin var dagbók þar sem reynsla af kennslunni var skráð auk þess sem sett var upp samskiptasíða fyrir nemendur og kennara. Niðurstöður um kennsluefnið eru byggðar að miklu leyti á reynslu kennarans og samskiptum við nemdendur á kennslutímabilinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The Ministry of Arts and Education's 2011 publication of a new national curriculum for preschools, compulsory schools and upper secondary schools appears to represent a new vision with regard to the skills that must be developed in students as to best prepare them for an ever-changing present and an unpredictable future. A special emphasis is laid on individual and social values and the core of the educational policy is put forth in the form of six fundamental pillars: Sustainability, Democracy and Human Rights, Health and Well-being, Equality, Creativity and Literacy. These apply to learning in general as well as within specific subjects.
    This final project is a teacher's handbook with assignments intended for teachers in graphic design and art in grades 8-10 of compulsory school. The teaching material is an attempt to cater to the needs of a new, revised national curriculum and key
    elements in the new educational policy. The material places an emphasis on connecting graphic design with the six fundamental pillars and exercises are conceived and categorised according to them and their various connections with graphic design. Furthermore, the teaching material is intended to encourage critical as well as creative thinking within the framework of a varied approach to teaching graphic design and art.
    In a supporting essay, the ideas and methods employed are explained and the value of creative subjects discussed, especially in the context of visual arts and design. In particular, an argument is made for the value of teaching graphic design at the lower secondary level of compulsory school. Furthermore, the roles of the aforementioned fundamental pillars in the teaching material are described and its main theoretical underpinnings discussed.
    A part of the teaching material was tested in the classroom of a compulsory school in Reykjavík. A journal was kept, recording the experiences of the teacher, and a website was set up to facilitate online communication between teacher and students.
    A substantial part of the results presented about the teaching material is based on this experience.

Samþykkt: 
  • 7.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15630


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hönnunkönnun.hgm.27.05.2013.endanlegt.pdf6.96 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
hönnunkönnun.A4.pdf7.56 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna