is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15631

Titill: 
  • Teikningar til fræðslu og samskipta í heilbrigðisþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur
    Afar misjafnt er hvort læknisfræðilegar teikningar eru notaðar í heilbrigðisfræðslu hér á landi eður ei. Þegar skýringarmyndir eru notaðar eru þær misjafnar að gæðum og í sumum tilfellum of flóknar. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa að koma mikilvægri fræðslu til skjólstæðinga sinna með einföldum en nákvæmum hætti. Hópurinn sem þarf að fræða hefur afar ólíkar fræðsluþarfir því hann getur verið á öllum aldri, verið alvarlega veikur, ófær um að tjá sig á hefðbundinn hátt eða ólæs, svo dæmi séu tekin. Fræðsluefni fyrir svo ólíkan hóp þarf því að vera fjölbreytt og ætti styðjast við gagnreynda þekkingu í gerð þess og framsetningu.
    Markmið
    Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna reynslu starfsfólks af því að nota læknisfræðilegar teikningar við fræðslu í starfi sínu. Markmiðið með rannsókninni er að fá upplýsingar um margbreytilega notkunarmöguleika læknisfræðilegra teikninga í fræðslu í íslensku heilbrigðiskerfi.
    Aðferð
    Aðferðafræðin sem beitt var er eigindleg. Rannsakandi tók viðtöl við einstaklinga sem hafa mikla reynslu af notkun læknisfræðilegra teikninga og gátu lýst reynslu sinni í orðum. Viðmælendur voru með ólíka menntun og unnu á mismunandi sviðum mennta og þjónustu.
    Tekið var ítarlegt viðtal við hvern þátttakanda og leitast við að skoða reynslu þeirra frá þeirra eigin sjónarhóli, og þannig ná fram heildrænni mynd af notkun þeirra af læknisfræðilegum teikninga.
    Niðurstöður
    Þrjú þemu komu fram um reynslu heilbrigðisstarfsmanna af notkun
    læknisfræðilegra teikninga: Þörfin fyrir markviss samskipti, mismunandi fræðsluþarfir og möguleikar læknisfræðilegra teikninga í samskiptum og fræðslu. Þemun hverfast um samskipti og miðlun og tengjast innbyrðis.
    Ályktanir
    Heilbrigðisstarfsmönnum finnst að notkun myndmáls í samskiptum og fræðslu geti gefið sjúklingum tækifæri til að taka ábyrgð á eigin meðferð og aukið öryggi þeirra. Allir geta notið góðs af aukinni notkun skýringamynda í fræðslu en þó sérstaklega þeir sem eiga við náms- eða tungumálaörðugleika að stríða, eiga við
    lestrarvanda að etja eða skerta möguleika til að tjá sig. Aðgangur að viðeigandi myndabönkum og sérmenntuðum teiknurum gæti aukið fjölbreytni mynda í fræðslu.

  • Útdráttur er á ensku

    Background
    It varies greatly whether medical illustrations are used or not in health education in Iceland. When illustrations are used their quality varies and in some instances they are too complicated. Healthcare professionals need to communicate important information to their patients in a clear but precise way. The recipients of the education have very different educational needs be cause they can be of all ages, be seriously ill, unable to communicate in a normal manner or be illiterate, to give some examples. Information for such a varied group must therefore be diverse and it ́s production and presentation should be based on proven expertise.
    Objectives
    The objective of the research was to investigate the experience healthcare professionals have of using medical illustrations for education in their field of
    work.
    The goal of the research is to gather information about various possibilities of using medical illustrations in patient education in Iceland.
    Method
    The method used is descriptive analysis. The researcher conducted interviews with individuals that have ample experience in using medical illustrations and are able to conway that information verbally. The interviewees had different educational backgrounds and profession. An extensive interview was conducted with each participant and attempts made to explore their experience from their own viewpoint, and thus develop a compreh ensive view of their use of medical illustrations.
    Results
    Three themes emerged from the experience healthcare professionals have had from the use of medical illustrations: The need for effective communication methods,
    different educational needs and the possibilities for medical illustrations in communications and education. The themes revolve around commuications and dissemination are interrelated.
    Conclusions
    Healthcare professionals are of the opinion that the use of illustrations in communications and education can enable patients to take responsibility of their own therapy and increase their safety. Everyone can benefit from the use of illustrations but especially those with educational- or comunicational problems, have reading difficulties or limitations in expressing themselves. Access to relevant sources of illustrations and specialized illustrators could increase the variety of educational illustrations.

Samþykkt: 
  • 7.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MaíLOKHBA.pdf5.13 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Viðauki.pdf476.12 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna