is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15635

Titill: 
  • Óljósar hugmyndir um sköpun í skólastarfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni er tekist á við að skilgreina sköpunarhugtakið í þeim tilgangi að greina þá merkingu sem hugtakinu er ætlað að hafa í nýlegum aðalnámskrám. Árið 2011 voru gefnar út nýjar aðalnámsskrár grunn- og framhaldsskóla þar sem settir voru fram sex grunnþættir sem mynda eiga kjarna menntunar á Íslandi. Einn þessara grunnþátta er sköpun. Sköpunarhugtakið er í samtímanum notað í víðum skilningi, umræða um skapandi hugsun, skapandi starfsgreinar og skapandi nám er útbreidd. Merking þessa umfangsmikla hugtaks er þó ekki einhlít enda eru hugmyndir manna almennt sem og kenningar fræðimanna margar og mismunandi.
    Í greiningu hugtaksins eru sögulegar heimildir tengdum hugmyndum um sköpun í gegum aldirnar rannsakaðar. Þær heimildir sem liggja til grundvallar fræðilegum kenningum samtímans um sköpunargáfuna og hinn skapandi einstakling eru skoðaðar. Einnig er vitnað til rannsókna á viðhorfum kennara til sköpunar í skólastarfi og viðhorfa þeirra til hins skapandi nemenda. Þeirri spurningu er varpað fram hvort við getum framfylgt áformum um sköpun sem lykilþátt í öllu námi í grunn- og framhaldsskólum án þess að hafa skýra sameiginlega sýn á hvað hugtakið felur í sér. Saman við þetta fléttast hugmyndir um uppsprettu sköpunargáfunnar, muninn á menntun og fræðslu og áhrif samfélagslegra þátta og tíðaranda á áherslur í námskrám. Niðurstöðurnar benda til þess að án ítarlegrar skilgreiningar á inntaki sköpunar í skólastarfi verði framkvæmdin hvorki nægilega markviss né mælanleg.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis the challenge is to define the concept of creativity as to analyze the meaning of it‘s use in the curriculum. In the year 2011 a new curriculum was published where six key components in education were introduced, one of which is creation. The concept of creativity is used in a vast sense today, creative thinking, creative trades and creative education are current topics. The meaning of this comprehensive concept is not unambiguous, common ideas as well as theories of scholars are many and varied.
    In the purpose of finding what the concept entails history is searched for source of ideas connnected to creativity and creation. Researches that form the basis of present theories on creativity and the creative individual are studied. Reference is sought in researches on teachers opinions on creativity in the classroom as well as their opinions on the creative pupil. The question raised is whether we can put into effect our intention of making creation a key component in primary and secondary schools without having a clear, common view on what it entails? The conclusion is that without a clear definition of what is meant by creativity in the school system the execution will neither be sufficiently purposeful nor assessable.

Samþykkt: 
  • 7.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óljósar, lokaútgáfa..pdf2.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna