is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15647

Titill: 
  • Carl Billich og áhrif hans á íslenska karlakvartetta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um tónlistarmanninn Carl Billich og starf hans í þágu íslenskra karlakvartetta. Carl átti hreint ótrúlega ævi. Hann fæddist í Vín stuttu áður en fyrri heimsstyrjöldin hófst. Hann kom í ævintýraleit til Íslands tuttugu og tveggja ára gamall. Árið 1940 var hann tekinn til fanga og fluttur til Englands. Þaðan fór hann til Vínar í fangaskiptum. Hann komst síðan loks aftur til Íslands sjö árum seinna og þar bjó hann og starfaði þar til dagar hans voru taldir. Carl vann óeigingjarnt og öflugt starf með margskonar tónlistarmönnum. Þar á meðal voru nokkrir af dáðustu karlakvartettum landsins. Fjallað verður um samstarf Carls Billich við MAkvartettinn, Leikbræður og Smárakvartettinn í Reykjavík. Farið verður lauslega yfir sögu þessarra kvartetta og hvernig Carl Billich hjálpaði þeim. Þessir kvartettar eru af
    mörgum taldir rjómi íslenskra karlakvartetta. MA-kvartettinn er líklega sá kvartett sem allir aðrir líta upp til. Þeir einfaldlega komu sáu og sigruðu með fallegum söng sem og hnyttnum textasmíðum. Leikbræður eiga einnig stóran þátt í kvartettasöng í dag. Með útgáfu Söngbræðralaga var brautin rudd fyrir aðra karlakvartetta til að nálgast kvartettaútsetningar af ýmsu tagi. Einnig verður stuttlega minnst á Smárakvartettinn í Reykjavík og K.I.B.S.- kvartettinn en Carl sá ýmist um æfingar, undirleik og útsetningar hjá ofangreindum kvartettum.

Samþykkt: 
  • 7.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Carl Billich og áhrif hans á íslenska karlakvartetta.pdf466.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna