is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15648

Titill: 
  • Örveruflóra Jökulsár á Fjöllum
  • Titill er á ensku Microbiota of Jökulsá á Fjöllum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Jökulsá á Fjöllum er ein af stærstu jökulám landsins og vatnasvið hennar er það stærsta á Íslandi. Fram til þessa hefur örveruflóra Jökulsár á Fjöllum ekki verið rannsökuð svo vitað sé. Því þótti áhugavert að kanna hana frekar, ekki síst vegna þess að upptök hennar eru undir jökli og því talið líklegt að í ánni myndu finnast ýmsar áhugaverðar bakteríur. Einnig ber hún með sér mikið magn svifaurs sem er mikilvægt búsvæði baktería í kviku vatni.
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða örveruflóru Jökulsár á Fjöllum og kanna hvort breytingar yrðu á flóru árinnar á þeim 206 kílómetrum sem hún rennur á leið sinni til sjávar. Á þessari leið fellur hún fyrst um nýleg hraunlög og gróðurvana svæði en neðar rennur hún um vel gróin svæði.Vatnasvið árinnar er mikið og hefur það óneitanlega mikið áhrif á örveruflóru árinnar þar sem lindarvatn og grunnvatn ber með sér bakteríur annars staðar frá. Einnig rýfur áin bakka sína og botn á leið hennar. Því þótti líklegt að tegundafjölbreytni myndi aukast eftir því sem neðar drægi í ánni.
    Unnið var með sýni sem tekin voru í vettvangsferðum sumarið 2011. DGGE rafdráttur var notaður til að greina heildar örveruflóru árinnar og einnig var unnið með hreinræktir úr vatnssýnum. Valdar voru hreinræktir af tveimur svæðum í ánni, annars vegar efst í ánni og hins vegar af Dettifoss svæðinu og þau notuð til að bera saman tegundir og kanna breytinguna á milli svæðanna. Með tegundagreiningunni kom í ljós að sömu flokkar baktería fundust á báðum stöðum þó um mismunandi tegundir væri að ræða. Þó þarf að varast að draga of miklar ályktanir af þessum niðurstöðum þar sem um mjög lítið úrtak var að ræða og sýnir eingöngu ræktanlega flóru baktería. Hins vegar sýndi rafdráttur á DGGE geli að mikil aukning hafði orðið á bakteríufjölda á milli efra og neðra svæðis og var það í samræmi við væntingar. Áhugavert væri að endurtaka DGGE rafdráttinn, skera böndin úr gelinu, hreinsa og raðgreina því þá fengjust einnig upplýsingar um óræktanlega bakteríuflóru árinnar.
    Lykilorð: Jökulsá á Fjöllum, vatnssýni, bakteríur, 16S rDNA, DGGE.

  • Útdráttur er á ensku

    Jökulsá á Fjöllum is one of Iceland’s largest glacial rivers and its water catchment is the largest one in the country. Until now the microbial biota of the river has not yet been studied. For that reason researching its microbial life is exciting, especially since the source of the river lies under a glacier and therefore likely that the river contains various interesting bacteria. The river also carries a large amount of suspended particles which inhabits an important habitat of bacteria in cascading water.
    The purpose of this study was to research the microbial biota of Jökulsá á Fjöllum and to delve into whether any changes would occur to the biota of the river in the 206 km it runs on its path towards sea. The river first follows recent lava streams and barren areas but then runs into a more fertile terrain. The river’s great catchment has inevitably effect on its microbial life whereas spring water and groundwater carries with it bacteria from other locations. Additionally the river ruptures its banks and bottom as it runs to sea; which should cause variety of species to rise as it runs closer to the sea.
    The study relies on samples from field trips the summer 2011. By the usage of DGGE electrophoresis the total micro bio life of the river was estimated and pure cultures from water samples were identified. Pure cultures from two locations in the river, one from close to the source, the other from Dettifoss area were chosen to compare species and examine the difference between the two areas. By species identification it became clear that the same classes of bacteria were found at both locations, even though they were of different species. Despite these findings one has to be careful not to draw to many conclusions whereas the sample was rather small and it only showed culturable bacteria. DGGE electrophoresis however showed that substantial increase had occurred between areas as expected. It would be curious to repeat the DGGE, cut out the bands, clean and sequence to procure additional information about unculturable bacteria biota of the river.
    Key words: Jökulsá á Fjöllum, water samples, bacteria, 16S rDNA, DGGE.

Samþykkt: 
  • 10.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heida_BS_ritgerd_skil.pdf3.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna