is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15669

Titill: 
  • Gripgreining transferríns
  • Titill er á ensku Affinity Chromatography of Transferrin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Járn er lífsnauðsynlegt líkamanum, meðal annars fyrir upptöku og flutning súrefnis. Transferrín er prótein sem bindur járn. Transferrín í blóðvöka tekur upp járn frá meltingarveginum og flytur það til frumna líkamans. Griptækni er tækni til hreinvinnslu próteina sem hefur verið nýtt í auknum mæli á síðustu áratugum. Griptæknin byggist á því að griphópur með sérstaka hæfni til að binda ákveðið prótein er tengdur á burðarefni og er svo notaður til að veiða viðkomandi prótein úr blöndu próteina. Þetta verkefni var unnið sem framhald af BS verkefni Unnar Magúsdóttur, „Smíði og prófun griphópasafns fyrir próteinvinnslu” (2012). Þar beitti hún slembismíðaraðferð til að hanna og smíða 40 griphópa sem síðan voru skimaðir fyrir bindingu holo-transferríns og apo-transferríns. Í þessu verkefni voru valdir tveir griphópar sem best komu út úr tilraunum Unnar og þeir prófaðir nánar. Gripefnin sem voru smíðuð voru prófuð með keyrslu transferrín próteinlausna af mismunandi styrkleika á súlur pakkaðar með gripefnunum. Gegnumflæði próteinlausna, skollausna og losunarlausna var safnað og transferrín var magngreint í lausnunum með gleypni við 280 nm og Bradford-aðferð. Vonast var til þess að hægt væri að aðskilja transferrín frá öðrum plasmapróteinum en það gekk hins vegar ekki eftir.

  • Útdráttur er á ensku

    Iron is essential for the human body. It is for example necessary for the uptake and transport of oxygen. Transferrin is an iron binding protein. Serum transferrin takes up iron from the digestive system and transports it to cells of the body. Affinity chromatography is a technique used more and more over the last decades in protein purification. In affinity chromatography, a ligand, which has a certain ability to bind to a specific protein of interest, is connected to a matrix. The ligand is then used to fish the protein of interest out of a mixture of proteins. This study was done in continuation of the research for the bachelor thesis of Unnur Magúsdóttir, “Synthesis and evaluation of a collection of ligands for protein processing” (2012). Unnur used combinatorial synthesis to design and synthesize 40 ligands. The ligands were then tested for binding of holo-transferrin and apo-transferrin. In the current study we picked out two ligands which had the best outcome in Unnur’s studies and tested them more closely. The substrates that were synthesized were put in columns and tested for the binding of different concentrations of transferrin solutions. The flow of every soulution was collected and the protein concentration measured with absorbance at 280 nm and Bradford-procedure. We had hoped that it would be possible to isolate transferrin from other plasmaproteins using the synthesized ligands but that was not possible.

Samþykkt: 
  • 10.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auður Anna Aradóttir Pind ritgerð.pdf2.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna