is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15685

Titill: 
  • Umhverfismennt í grunnskóla : hvers vegna er hún mikilvæg ?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í hugtakinu umhverfismennt felst fræðsla um umhverfið og að þeir sem hljóti fræðsluna tileinki sér inntak hennar. Umhverfismennt miðar að því að fólk gefi umhverfi sínu gaum og beri umhyggju fyrir því. Leitast er við að efla þekkingu, leikni og vilja til þess að leysa mál sem varða náttúrulegt og mannlegt umhverfi og að koma í veg fyrir ný vandamál. Upphaf nútíma umhverfismenntar í heiminum má rekja til 8. áratugarins, en umhverfismennt birtist fyrst í aðalnámskrá grunnskóla árið 1989. Umhverfismennt var ekki gerð að nýrri námsgrein, heldur var hún gerð að nýrri vídd í öðrum námsgreinum. Í nýjustu námskránni hefur umhverfismennt verið gert jafn hátt undir höfði og öðrum náttúrugreinum og markmið hennar má finna undir nokkrum mismunandi liðum.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að rökstyðja hvers vegna umhverfismennt er mikilvægt viðfangsefni í grunnskóla. Verkefnið er úttekt á því hvers yfirvöld krefjast af okkur á sviði mennta- og umhverfismála, og á rannsóknum og skrifum málsmetandi manna á sviði kennslufræða, siðfræði og umhverfismála. Niðurstöðurnar eru m.a. þær að umhverfismennt sé mikilvæg í grunnskóla vegna alvarleika umhverfisvandamála heimsins, vegna óviðunandi þekkingar barna og unglinga á náttúrufræðum í dag og vegna þess að börn á grunnskólaaldri eru að ganga í gegnum mikilvægt þroskaskeið sem mótar þau að eilífu. Viðfangsefni umhverfismenntar móta umhverfisvitund nemenda og geta haft jákvæð áhrif á siðferðisþroska.
    Í niðurstöðu- og umræðukafla fjallar höfundur m.a. um að honum finnist að umhverfismennt eigi að vera lykilhluti í kennslu náttúrugreina í grunnskólanum vegna þess að hún undirbýr nemendur undir daglegt líf, en margar aðrar greinar sem lögð hefur verið mikil áhersla á undanfarin ár geti verið val fyrir nemendur.

  • Útdráttur er á ensku

    The term environmental science education doesn‘t only involve understanding the subject, but also implementing it into ones lifestyle. The aim of environmental science education is to get
    people to think about the environment and care for it. Increasing knowledge, skills and will to solve existing problems in both natural and man-made environment, as well as preventing new problems, is the main goal. Modern-style environmental science education started back in the seventies, but it first appeared in the Icelandic national curriculum in 1989. It wasn‘t introduced as a new subject, but was supposed to act as a new dimension in already existing subjects. In the newest national curriculum, environmental science education has received a bigger role and is getting the same recognition as physics, biology, chemistry and geology. The purpose of this essay is to substantiate why environmental science education is an important subject in elementary schools. The dissertation is a literature review of what the Icelandic government expects from us from educational and environmental standpoint, and of research and writings of respected scholars in the field of pedagogy, ethics and environmental matters. The conclusions include that environmental science education is an important subject in elementary schools because of the seriousness of environmental issues, because of lack of knowledge among Icelandic students in science and because individuals are going through important stages in mental and moral development that will shape them for the rest of their lives. Teaching children about the environment helps shaping their environmental awareness and can possibly accelerate their moral development. In the discussions chapter the author explains his view that environmental science education should be the most important subject in natural science education in elementary
    schools, because it prepares students for everyday activities.

Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Björgvin Friðbjarnarson.pdf667.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna