is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15689

Titill: 
  • Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum : endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einelti hefur mikið verið í umræðunni síðustu ár, bæði umfang þess í grunnskólum og á vinnustöðum en svo virðist sem framhaldsskólar hafi gleymst í þessari umræðu. Þegar höfundur ákvað að taka fyrir umfang eineltis í framhaldsskólum gerði hann sér ekki grein fyrir því hversu lítið er til af íslenskum rannsóknum og ákvað því að skoða hvert þekkingarstigið á einelti í framhaldsskólum er í raun. Skoðaðir voru almennir þættir sem snúa að einelti, eins og birtingarmyndir, afleiðingar þess og úrræði en einnig var lagaumhverfi eineltis skoðað ásamt því hvers konar umhverfi ýtir undir það að forvarnir virki. Rannsóknarspurningin beinist að því hvort allir framhaldsskólar séu með eineltisstefnu í takt við nýja aðalnámsskrá. Tilgangur og markmiðið með þessari rannsókn er því að setja fram stöðlun á eineltisstefnum svo allir skólar séu með svipaðar upplýsingar og endurskoða forvarnaráætlun. Stuðst er við þau gögn sem eru til nú þegar, bæði erlendar og íslenskar rannsóknir og úttektir ásamt opinberum vefsíðum framhaldsskóla á Íslandi öllu. Í ljósi fyrirliggjandi gagna ályktar höfundur að það þurfi að betrumbæta þær eineltisstefnur sem eru til staðar hjá sumum skólum ásamt því að ítreka nauðsyn hennar hjá öðrum. Þær betrumbætur sem höfundur leggur til er að setja fram staðlað form á eineltisstefnu sem byggð er á innihaldsgreiningu höfundar. Þeir þættir sem þurfa að koma fram í eineltisstefnu að mati höfundar eru: markmið, skýr stefna skólans, skilgreining á einelti, úrræði innan skólans, kynning á stefnu fyrir starfsfólk og nemendur, birtingamyndir eineltis, einkenni þolanda eineltis, forvarnir og fræðsla og hvaða þættir í umhverfi eru hannaðir til þess að þolendur segi frá.

  • Útdráttur er á ensku

    Bullying in elementary schools and in the workplace has been the center of discussions about bullying for the last few years at the same time as bullying in high school has been left out of the discussion. When the author decided to focus on bullying in high schools she did not realize just how little Icelandic research had been done on the subject. Researches and documents that the author investigated were general chapters about bullying; definitions, consequences and solutions but she also reviewed the law and what environment supports better solutions in cases of bullying. The research question that is represented is if all high schools have a bullying policy, considering the new main curriculum. The main goal is to standardize that policy so that all of the schools have similar information and review prevention programs. The data that is used is based on pre-existed data, both foreign and icelandic, assessment from the department of education and official school websites. Based on the researches available there is reason to consider what can be done to make a better policy at the schools that do have them and press on the need for such a policy with the schools that do not have them.
    Based on this data the author deducts that there is need for improvements for the bullying policy. The improvements that the author suggests are to standardize the policy wich is based on a content analysis that the author did. The elements that should be expressed in the policy are: goals, clear school policy against bullying, definition on bullying, resources within the school, how is the policy introduced to staffmembers and students, kinds og bullying, characteristics of a victim og bullying, prevention programs and education about bullying and what characteristics in the environment supports the victim to tell.

Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thekkingarstig_eineltis_i_framhaldsskólum_endurskodun_a_forvornum_og_eineltisstefnum_i_framhaldsskola.pdf636.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna