is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15690

Titill: 
  • "Þá breyttist soldið mikið, ég fékk vini" : félagsleg samskipti ungs fólks með þroskahömlun við jafnaldra sína og áhrif þeirrar reynslu á líðan þess
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu ungs fólks með þroskahömlun af félagslegum samskiptum við jafnaldra sína og áhrif þeirrar reynslu á líðan þess. Reynt var að varpa ljósi á hvers eðlis samskiptin væru og hvort þetta fólk ætti vini. Stefnan um skóla án aðgreiningar er lögfest hérlendis en upplifun barna og unglinga með þroskahömlun af því að vera í almennum skólum hefur lítið verið rannsökuð. Þrátt fyrir að þessi stefna hafi verið við lýði í áratugi víða um heim hafa erlendar rannsóknir sýnt að félagsleg staða ungmenna með þroskahömlun er frekar slæm innan almennra skóla og almennra tómstundafélaga.
    Rannsóknin var eigindleg og voru tekin viðtöl við ellefu ungmenni með væga þroskahömlun. Helstu niðurstöður sýna að viðmælendur höfðu ekki mikil samskipti við ófatlaða jafnaldra sína nema í yngstu bekkjum grunnskóla, flestir upplifðu höfnun að einhverju leyti og leið ekki vel. Vini eignuðstu þeir hins vegar í sérúrræðum innan skólasamfélagsins og í íþróttafélögum fatlaðra og leið þar yfirleitt vel.
    Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að leggja mætti aukna áherslu á að efla félagslega stöðu þessa hóps innan almennra skóla en einnig að gefa möguleika á vali um sérúrræði þegar það er talið henta betur.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this research was to see how young people with mild intellectual disabilities experience social communication with peers and the affect it has on their well-being. It was tried to show the characteristics of the social communications and if they have friends. The inclusion policy is enacted in Iceland but the experience of students with intellectual disabilities in mainstream schools has little been researched. Even though this policy has existed for decades around the world, researches have shown that the social status of young people with intellectual disabilities is rather bad within mainstream schools and leisure clubs.
    This research was qualitative and eleven young people with mild intellectual disabilities participated. The main results were, that the participants did not have much communication with non-disabled peers except in the first years of primary school, they experienced rejection and did not feel good. However they did make friends through special arrangements within the school society and sportclubs for disabled people, they normally felt good there. These findings indicate that it could be necessary to promote the social status of this group in the mainstream schools but also it´s important to give them opportunity to choose special arrangements.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 30.5.2015.
Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þá breyttist soldið mikið, ég fékk vini .pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf263.6 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna