is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15709

Titill: 
  • Námshvati : tengsl viðhorfa nemenda og trúar þeirra á eigin færni
  • Titill er á ensku Motivation to learn : the correlation between students opinion and self-efficacy
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í kennaradeild við Háskólann á Akureyri. Markmið ritgerðarinnar er kanna hvað felst í hugtakinu hvati og hvernig hann hefur áhrif á nám. Sérstaklega verður litið til hvata í tungumálanámi. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir sögu hvatarannsókna, litið á helstu fræðimenn og rýnt í kenningar þeirra. Þessu næst er þróun tungumálakennslu á Íslandi skoðuð allt frá upphafi skólastarfs. Í því samhengi er litið stuttlega á helstu kenningar í kennslufræði tungumála og markmið Aðalnámskrár í ensku og dönsku skoðuð. Að lokum er sjónarhorninu beint að hvatarannsóknum í tungumálanámi og mestu áhrifavaldar og kenningar þeirra kynntar til sögunnar.
    Hvati er frumþörf sem hvetur okkur áfram og eftir því sem við sjáum meiri tilgang með gjörðum okkar eykst hvatinn ósjálfrátt. Margir þættir hafa áhrif á hvata nemenda til náms. Ytri þættir líkt og skólaumhverfi, heimilisaðstæður og samskipti við samnemendur og kennara skipa stóran sess í því að nemendum líði vel í skólanum. Í ljósi mikilvægi hvata í skólastarfi ásamt því að hann er aðalumfjöllunarefni þessarar ritgerðar þótti upplagt að framkvæma könnun sem innlegg í þá umræðu.
    Könnunin var framkvæmd meðal grunnskólanema í sveitarfélaginu Árborg. Henni var ætlað að kanna viðhorf þátttakenda til enskunáms annarsvegar og dönskunáms hinsvegar. Vægi enskunnar hefur farið vaxandi undanfarna áratugi og vægi dönskunnar hefur dvínað að sama skapi. Nemendur sjá minni tilgang með dönskunámi, en að margra mati er tilgangur náms helsti drifkraftur hvatans. Tilgangur könnunarinnar var að kanna hvort viðhorf þátttakenda hefði áhrif á trú þeirra á eigin getu. Fyrri helmingur könnunarinnar snérist um viðhorf til tungumálanna en sá síðari vék að trú á eigin færni í tungumálinu og tilgangi námsins. Niðurstöður könnunarinnar sýna að það er áberandi munur á viðhorfum nemenda til tungumálanna tveggja. Í öllum þeim þáttum sem kannaðir voru var mikill meirihluti þátttakenda, allt frá 70-90% jákvæðir þegar spurt var um enskuna. Á hinn boginn náði hlutfall jákvæðra svara í garð dönsku mest 40% í öllum skoðuðum þáttum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is the final assignment for a B.Ed. degree in education sciences at Akureyri University. Its goal is to define the concept of motivation and how it can influence learning. Special attention will be on motivation in foreign language acquisition. The first half of this thesis focuses on the history of motivation researches, the most influential researchers and their theories. Then the development of foreign language teaching in Iceland is examined from the beginning of organized teaching. In that context the principal theories of motivation in foreign language acquisition and the goals of The Icelandic National Curriculum Guide for English and Danish language learning are viewed. Finally motivational researches in foreign language acquisition and the most influential researchers and their theories are introduced.
    Motivation is an instinct that drives us forward, the more meaning we find in our actions increases motivation automatically. There are many aspects that influence student motivation. External factors such as school environment, domestic situations, teacher and peer communications contribute to students’ well-being in the school. Due to the importance of motivation in school environment along with it being the main focal point of the thesis, a survey was implemented as a contribution to that discussion.
    The survey was implemented amongst students in elementary schools in the Árborg community. The intention was to explore the participants’ opinion on the one hand towards English and Danish on the other. The significance of the English language has risen in the past decades but that of Danish has diminished at the same rate. Students see less purpose in learning Danish but it has been asserted that the meaning of the studies is the main drive in motivation. The purpose of the survey was to explore if the participants opinion would influence their self-efficacy. The former half of the survey was about the opinions towards the languages and the latter was about the students’ self-efficacy regarding the languages and the purpose of their studies.
    The outcome of the survey shows a significant difference between students opinion towards the English and Danish language. The students had more positive attitude towards English language in every category of the survey, or from 70% to 90%. On the other hand only up to 40% were positive towards the Danish language.

Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Namshvati.pdf580.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna