is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1570

Titill: 
  • Nemendur með duldar raskanir í grunnskóla : sjálfsmynd og félagsleg staða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins var að skoða hvernig sjálfsmynd og félagsleg staða einstaklinga með duldar raskanir í grunnskóla er og hvernig þroskaþjálfi getur með vinnu sinni styrkt sjálfsmynd og félagslega stöðu þeirra. Duldar raskanir er yfirheiti á mjög mörgum röskunum, þar á meðal Asperger heilkenni, Tourette heilkenni og athyglisbresti með ofvirkni. Dulin röskun vísar í að röskunin er ekki sjáanleg og erfiðlega getur reynst að greina hver röskun einstaklingsins er. Rannsóknir benda til þess að nemendur með duldar raskanir í grunnskóla, hafi það sameiginlegt að skólaganga þeirra hefur ekki gengið sem skildi og mörg þeirra lenda í klóm eineltis og hafa brotna sjálfsmynd.
    Gerð var spurningarkönnun með hálfstöðluðum viðtölum við tvo einstaklinga; karlmann á fertugsaldri með Asperger heilkenni og konu á þrítugsaldri með lesblindu, Tourette heilkenni og athyglisbrest. Þau greina frá röskun sinni, skólagöngu, sjálfsmynd og félagslegri stöðu í dag og á árum áður. Einnig voru tveir sérkennsluráðgjafar á þjónustumiðstöð í Reykjavík spurðir út í skimanir á grunnskólabörnum og hvaða úrræði eru í boði í dag fyrir nemendur með duldar raskanir.
    Niðurstöðurnar úr viðtölunum bentu til þess að þroskaþjálfi sé nauðsynlegur þessum hópi nemenda, til þess að styrkja félagslega stöðu þeirra og sjálfsmynd. Með það í huga verður kastljósinu beint að því hvernig þroskaþjálfi getur nýtt sér lífsleikni í vinnu með nemendum sem hafa skilgreinda eða óskilgreindar duldar raskanir, þar sem aðaláhersla er lögð á styrkingu jákvæðrar sjálfsmyndar og félagslega stöðu. Einnig var skoðað hvernig þroskaþjálfi getur notað skólafærnimat í vinnu með nemendum með duldar raskanir. Að síðustu var hugað að því hvað „dulda námsskráin“ merkir og hvers vegna það er mikilvægt að hafa hana í huga. Nemendur með duldar raskanir þurfa oft aðstoð til þess að að takast á við mótlæti og annað sem þau upplifa, án þess að bugast.
    Niðurstöður benda einnig til þess að ekki sé nægilegu fjármagni veitt til grunnskóla í Reykjavík til þess að þeir geti sinnt hópi nemenda með duldar raskanir. Ég álykta því sem svo; að til þess að allir nemendur, sama hvert atgervi þeirra er eða fötlun, fái notið alls þess besta sem skólinn hefur upp á að bjóða, þá þurfi að vera þroskaþjálfi ásamt kennara í hverri skólastofu í grunnskólum Reykjavíkur.
    Lykilorð: Þroskaþjálfar, fatlanir, duldar raskanir, grunnskólar, skóli án aðgreiningar, spurningakönnun.

Athugasemdir: 
  • Þroskaþjálfabraut
Samþykkt: 
  • 4.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Skemman.pdf565.87 kBLokaðurHeildartextiPDF