is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15713

Titill: 
  • Með góðum vilja hafið sjálft má brúa : að brúa bilið milli leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaritgerð sem unnin er til B.Ed. prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þau tímamót í lífi barna þegar þau fara úr leikskóla yfir í grunnskóla. Farið er yfir lög og reglugerðir sem gefin hafa verið út af Alþingi, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og sveitarfélögum um hvernig flutningi á milli skólastiga er háttað.
    Tekin voru viðtöl við skólastjórnendur tveggja grunnskóla sem staðsettir eru sinn í hvoru sveitarfélaginu. Viðtölin samanstóðu af 11 spurningum tengdum þeirra upplifun og því skipulagi sem skólarnir hafa þróað við flutning og aðlögun barna úr leikskóla yfir í grunnskóla.
    Niðurstöður viðtalanna leiddu meðal annars í ljós að að skólastjórnendum þykir mikilvægt að hlúa að þörfum og velferð barnanna við flutninginn úr leikskóla yfir í grunnskóla því að þessi breyting í lífi barna getur haft áhrif á skólagöngu þeirra síðar meir. Kvíði og óöryggi á meðal barna og foreldra er algengur við þessi tímamót og strax frá fyrsta degi aðlögunar í grunnskóla þarf að byggja upp traust og öryggi á meðal allra sem að barninu koma.
    Með því að nýta margskonar aðferðir við aðlögun barna við flutning úr leikskóla yfir í grunnskóla má draga úr viðbrigðum og kvíða. Þær aðferðir sem helst eru nýttar við aðlögun barnanna eru skólaheimsóknir í grunnskólann þar sem þau fá að kynnast starfinu og umhverfi skólans.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is a final assignment towards B.Ed. degree in education science at the University of Akureyri. The purpose of this thesis is to shine a light on the turning point when children go from kindergarten to elementary school. Emphasis is on laws and regulations presented by the government about how to make this transition successful.
    Two principals were interviewed from separated elementary schools in two different communities. These interviews consisted of 11 questions related to their experience and how the schools have developed an adjustment plan for the children who are starting elementary school.
    The interviews showed that both principals find it important to make sure that the children’s needs are being taken care of. This transition can have an affect on the children’s progress later on. Anxiety and insecurity among children and their parents are common at this turning point in the children’s lives, when they move from kindergarten to elemantary school. That is why it is important to build trust and security between the school, children and their parents.
    By using different methods to make the adjustment from kindergarten to elementary school affective it can reduce anxiety and make the transition easier. The most common way to make the transition easier is by inviting the children to an elementary school visit before they start school and introduce them to the new environment and the schools activities.

Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. AÐAL AÐAL LOKASKIL.pdf949.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna