is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15730

Titill: 
  • Skinnaiðnaður á Íslandi frá upphafi til dagsins í dag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skrifa ég um skinnaiðnað á Íslandi frá upphafi til dagsins í dag. Ég
    leitast við að skoða hvernig skinnaiðnaður þróast frá byrjun, sem er þá í rauninni
    handverk, og hvernig og þá hvort breytingar verða með tímanum. Sem nema í
    fatahönnun fannst mér mjög spennandi að skoða hvernig fólk almennt, fyrr á tímum,
    nýtti sér skinn í daglegu lífi og hvort það skilaði sér í einhverskonar þróun fram á
    okkar daga.
    Ritgerðinni er skipt niður í fimm kafla. Í fyrsta kaflinum, innganginum, kynni
    ég efnið sem ég mun fjalla um og kynni þar rannsóknaspurningar mínar. Í öðrum
    kafla fer ég yfir hvaða hráefni var notað fyrr á tímum í klæðnað almennt og hvernig
    almenningur nýtti sér skinnin og annað efni. Farið verður yfir sögu nokkurra
    sútunarverkstæða sem risu hér upp úr aldamótunum 1900 og hvernig rekstur þeirra
    gekk. Í þriðja kafla skoða ég upphaf verksmiðjuframleiðslu á Íslandi. Í þeim kafla
    kemur fram hvaða áhrif kaupfélögin höfðu á rekstur sútunarverksmiðja, sérstaklega
    hvað varðaði hráefnisöflun. Þá verður skoðað hvernig menn öfluðu sér þekkingar á
    sútun og hvernig menntun var háttað í þessum rekstri. Í fjórða kaflanum einblíni ég á
    tímann eftir árið 2000 og hvernig rekstur verksmiðjunnar hefur gengið síðan þá. Ég
    skoða sérstaklega fyrirtækið Sjávarskinn, sem er sjálfstætt dótturfélag Loðskinns. Þar
    fer ég yfir sögu fyrirtækisins og hvernig reksturinn stendur í dag. Í síðasta kaflanum,
    lokaorðum, tek ég saman umfjöllunarefnið, kynni helstu niðurstöður og dreg mínar
    eigin ályktanir. Þegar saga þessa iðnaðar hefur verið skoðuð eins og hér hefur verið
    gert kemur glögglega í ljós hversu erfið baráttan var. Það er ljóst að margar hindranir
    voru á veginum og margir erfiðleikar sem þurfti að kljást við. Í dag er aðeins ein
    sútunarverksmiðja starfrækt á Íslandi en það er nokkuð sem Íslensk stjórnvöld mættu
    hafa í huga.

Samþykkt: 
  • 12.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Skinnaiðnaður frá upphafi-lok.2.pdf276.12 kBOpinnPDFSkoða/Opna