is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15733

Titill: 
  • Söfnun lifrar á frystitogurum og vinnsla á lifur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er greint hversu mikið fellur til af lifur um borð í íslenskum frystitogurum og kannað hvort hægt sé að auka nýtingu hennar á hagkvæman hátt. Skoðaðir voru þeir þættir sem helst hafa áhrif á söfnun og vinnslu lifrar, auk þess sem gert er grein fyrir mögulegum afurðum. Hugmyndir um mögulegar aðferðir við lifrarsöfnun og möguleikar á frekari nýtingu þess hráefnis um borð í frystitogurum eru kannaðar. Geymsluþol lifrar er rannsakað við mismunandi geymsluform og -aðstæður.
    Farið er dýpra í vinnsluaðferðir á lifur um borð í skipum. Lifrarbræðslur eru rannsakaðar og hvernig þær virka. Framleitt er kaldrunnið lýsi úr frosinni lifur í landi. Lifur er sýrð í tönkum til að nýta í lýsisframleiðslu. Niðursuða lifrar um borð í togurum er könnuð. Einnig eru markaðir fyrir lifur og lýsisafurðir kannaðir og arðsemi við nýtingu á lifur er reiknuð út og metin.
    Meginniðurstaða verkefnisins er að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi sem stuðlað geta að aukinni nýtingu lifrar um borð í íslenskum frystitogurum. Frystitogarafloti Íslendinga er orðinn gamall og nýsmíðar á frystiskipum sem eru hönnuð til að vinna fisk og aukaafurðir er eina raunhæfa lausnin á vandanum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis describes potential possibilities in utilizing liver on board freezer trawlers.
    Possible supply of fish liver on board Icelandic freezer trawlers is analysed in this thesis and means of increasing utilisation explored. Liver collection on board is reviewed, different processing possibilities examined and shelf-life of products tested.
    Processing techniques for liver are examined, for instance fish meal and oil processing, cold pressed fish oil, canning on board, storage of liver in acids, storage of frozen liver and additionally possible profits of liver processing on board calculated for every possible method. Market for liver products is also analysed.
    The main conclusion of the report is that various possibilities exist that could contribute to increased utilization of liver aboard domestic freezer trawlers. The Icelandic freezer trawler fleet is old and outdated and the only solution is to build new ships that are designed to process on board fish and it´s by-producs.

Styrktaraðili: 
  • CLO ehf, Reykjavik Seafood ehf
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 29.5.2018.
Samþykkt: 
  • 12.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni lokaútgáfa.pdf5.12 MBOpinnPDFSkoða/Opna