is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15739

Titill: 
  • Týndu bækurnar; Markaðssetning á ungmennabókum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að sögn bókaútgefanda sem höfundur ræddi við eru ungmennabækur á Íslandi ekki markaðssettar sérstaklega heldur er notuð fjöldamarkaðssetning á bókum og því telur höfundur að oft falli ungmennabækurnar í skuggann af öðrum bókum.
    Af og til heyrast háværar raddir í þjóðfélaginu um að ungmenni séu nánast hætt að lesa. Í könnun höfundar ritgerðar kom hins vegar fram að ungmenni virðast vera að lesa bækur sér til skemmtunar og meirihluti þeirra sem les ekki sér til skemmtunar telur sig ekki hafa tíma í lestur eða hafa of mikið að gera í skólanum. Bókaútgefendur, bókaverslanir og bókasöfn ættu að virkja þennan markhóp sem getur orðið lesendur alla ævi, með því að nýta fjölbreyttar aðferðir markaðsfræðinnar með samhæfðri markaðslegri boðmiðlun til þess að ná til ungmennanna. Í Bandaríkjunum er til dæmis farið að bera á því að ungmenni eru í vaxandi mæli farin að kaupa sér bækur að lesa og eru þau talin vera vænlegur markhópur fyrir bókaiðnaðinn.
    Höfundur ritgerðar setti fram rannsóknarspurninguna: Hvernig er hægt að markaðssetja bókmenntir fyrir fólk á aldrinum 12-18 ára á Íslandi? Svarið við þeirri spurningu er ekki einfalt eins og fjölbreyttar hugmyndir höfundar sýna. Mikilvægt er að bókaútgefendur, bókaverslanir og bókasöfn viti hvað vekur áhuga ungmenna og nær athygli þeirra. Bókaútgefendur, bókaverslanir og bókasöfn ættu að nota fjölbreyttar aðferðir markaðsfræðinnar, en huga að því að samræma allt kynningarstarf sitt, samhæfð markaðsleg boðmiðlun.
    Tillögur höfundar að ritgerð lokinni eru að gera þurfi viðamikla athugun með stærra úrtaki, svipaða og höfundar, á meðal ungmenna á Íslandi á því hvort þau lesi sér til skemmtunar, af hverju og af hverju ekki. Athuga þarf hvort ungmennabókamarkaðurinn sé eins lítill og erfiður og bókaútgefendur halda og kanna hvort einfaldlega sé verið að sinna þeim markaði nægilega vel með markaðssetningu og þjónustu.
    Lykilorð: ungmenni, lestur, markaðssetning, bókmenntir.

  • Útdráttur er á ensku

    A publisher in Iceland who the author talked to about marketing of young adult literature said mass marketing is used for literature in Iceland, young adults literature and adults literature are marketed together.
    Often there are loud voices in the community stating that young adults have stopped reading. In a questionnaire, conducted by the author, the results show that 18 and 19 years old people are reading for pleasure and those who don’t think they don’t have time or there is too much to do in school. In USA publishers and others are appealing to this target group and more and more young adults go to bookstores to buy literature.
    The research question was how is it possible to market young adults literature in Iceland? The answer isn’t simple and the author sets forth diverse ideas in this paper. The author came up with ideas for publishers, bookstores and libraries in marketing of young adult literature in Iceland. It is important for publishers, bookstores and libraries to know what interests young adults and catches their attention. Publishers, bookstores and libraries should appeal to this target group by using diverse marketing tools, direct marketing, interactive/internet marketing, sales promotion, publicity/public relations and personal selling, with integrating marketing communication.
    Keywords: young adults, literature, marketing, children, bookstore.

Athugasemdir: 
  • Læst til 22.5.2113
Samþykkt: 
  • 12.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Markaðssetning á ungmennabókum..pdf757.74 kBLokaður til...22.05.2113HeildartextiPDF