is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15755

Titill: 
  • Markaðssetning metans á Akureyri
  • Titill er á ensku Marketing methane in Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er unnið í samvinnu við Norðurorku hf. Markmið skýrslunnar er að kanna hvar sóknarfæri eru fyrir metangas á Akureyri, hvernig ætla mætti að þróunin yrði og í öðru lagi hver samkeppnisstaða metansgass væri á móti hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Með sjálfbærri þróun í huga ákvað Stjórn Norðurorku hf. að láta rannsaka sorphaugana á Glerárdal og fá úr því skorið hvort hagkvæmt væri að hefja metangasframleiðslu. Í framhaldi af rannsókninni var ákveðið að koma upp hreinsibúnaði ásamt söluaðstöðu fyrir metanið en metan er efnasamband kolefnis og vetnis sem myndast við rotnun lífræns úrgangs. Vinsældir metans eru alltaf að aukast og í dag eru 1.254 bílar á Íslandi sem nota metan að öllu eða einhverju leiti sem eldsneyti. Metanið er takmörkuð auðlind og sölumagn fer eftir afköstum hreinsistöðvar. Forsendur fyrir því hversu hagkvæmt er að nýta metan og samkeppnisstaða metangas gagnvart dísilolíu og bensíni er að lagast eru að stjórnvöld niðurgreiða metanbíla með niðurfellingu á vörugjöldum, hafa lægri bifreiðagjöld á þeim og leggja ekki olíugjald á metangas. Felld eru niður vörugjöld af nýjum metanbílum, greidd eru lágmarks bifreiðagjöld, endurgreiðsla á olíugjaldi til almenningsbíla hefur verið lækkuð og einingarverð á metani er mun lægra en á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Stórnotendur geta sparað verulegar upphæðir á eldsneytiskaupum. Markaðurinn á Akureyri er nýr fyrir metan, við gerð þessarar skýrslu var horft á væntanlega stórnotendur eins og Akureyrarbæ og fyrirtæki sem eru með mikinn akstur í starfssemi sinni sem væntanlega viðskiptavini. Niðurstaðan er að afstaða pólitískra fulltrúa er frekar jákvæð en þeir gera ráð fyrir að það taki nokkurn tíma að endurnýja bílaflota bæjarins. Forsvarsmenn fyrirtækja og leigubílstjórar hafa lítið kynnt sér metan. Norðurorka þarf að fara í markaðssetningu þar sem væntanlegum viðskiptavinum eru kynntir kostir og hagkvæmni þess að nýta metan, kynna þeim lagaumhverfi sem snertir metangas og sýna fram á hagkvæmni þess að nota það sem eldsneyti á bíla.
    Lykilorð: sjálfbær þróun, metan, forsendur, markaðurinn, markaðssetning

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is prepared in cooperation with the Norðurorka hf. The main goal of this report is to examine where there are opportunities for methane in Akureyri or not. What the trend is subject to be and not the least if the methane would be competitive against traditional fossil fuels. Discussion of sustainable development is becoming more and more apparent in today’s lifestyle of people as the trends tend to focus on environmental issues,
    When the garbage dump for the town of Akureyri was closed on Glerárdalur the utility company, Norðurorka hf. conducted an investigation to find out if methane production would be feasible for the Akureyri area. Following the study, it was decided to establish a cleaning facility and form a sales network for the project.
    Methane is a limited resource and sales volume depends on the performance of the treatment plants. Methane is a chemical compound of carbon and hydrogen formed by the decomposition of organic waste. The usage of methane as a source of fuel in Iceland is increasing and there are 1254 cars in using methane wholly or partially as fuel. The main advantages to utilize methane are the cost of unit price of methane compared with conventional source of fuel. The laws and regulations, tax rebates are among the things that can make the methane vehicles potential option for the high volume of driving.
    The market is both new and small. The town Akureyrarbær and some local companies with high volume driving are the potential customers.
    The conclusion of the study is that the management of the municipality is favorable for usage of methane in the vehicles of the municipality, but it will take time to upgrade the fleet. There have been limited efforts to introduce the advantages of using methane. Norðurorka has to make an effort to create a public relations strategy for the methane project. Keywords: sustainable development, methane, assumptions, market, marketing.

Samþykkt: 
  • 14.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni GStG 2013.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna