is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15763

Titill: 
  • Súlur : virkni skipulags
  • Titill er á ensku Súlur : structure efficiency
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið fyrir Akureyrarstofu, en á vegum hennar hefur verið að störfum vinnuhópur um mögulega sameiningu þriggja starfandi stofnana á Akureyri, Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
    Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á hvort fyrirfram ákveðið skipulag fyrir Súlur, sem er hugmynd að sameinuðu félagi, geti uppfyllt hlutverk og markmið þess. Við vinnslu verkefnisins var leitast við að svara þremur megin rannsóknaspurningum:
    1. Hverjir eru megin hagsmunaðilar menningarstofnunarinnar og hverjir eru hagsmunir þeirra?
    2. Hversu vel kemur hið nýja skipulag til með að þjóna mismunandi þörfum þeirra aðila er að Súlum koma?
    3. Er líklegt að breytt skipulag styðji við menningarstefnu Akureyrarbæjar um frelsi til listsköpunar?
    Gagnaöflun fór fram með því að tekin voru viðtöl við stjórnendur menningarfélaganna þriggja ásamt framkvæmdastjóra Akureyrarstofu. Einnig var unnið upp úr gögnum í eigu félaganna.
    Í fyrri hluta verkefnisins eru fræðin skoðuð út frá stefnumótun, skipulagi og mati á árangri skipulagsheilda. Jafnframt er lagt mat á hlutverk menningarfélaganna þriggja og rekstur þeirra. Í síðari hluta verkefnisins eru hagsmunaaðilar skilgreindir og áhrif breytinganna á þá, ásamt því að fara yfir möguleg hagræðingartækifæri. Skipulagið skoðað með tilliti til skilvirkni og hagræðingar og auk þess leitað svara við spurningum eins og hvað hafa þurfi í huga þegar fyrirtæki eru sameinuð og hvernig menning hefur áhrif á skipulag.
    Helstu niðurstöður eru að skipulagið geti vel þjónað hagsmunum sameinaðs félags með tilliti til aukinnar skilvirkni og hagræðingar. Með því að nýta hagræðingartækifæri og skilvirkni skipulagsins fæst aukið fjármagn til menningarframleiðslu sem ætti að skila sér í auknum gæðum og fjölbreytni í list- og menningarviðburðum. Áhrif á hagsmunaaðila eru flest jákvæð en skipulagsbreytingarnar hafa áhrif á starfsfólk þar sem í því er gert ráð fyrir fækkun stjórnenda og starfsfólks í stoðþjónustu. Ekki verður séð að skipulagsbreytingarnar hafi neikvæð áhrif á það markmið í stefnu Akureyrarbæjar að standa vörð um listrænt frelsi.
    Lykilorð: Stefnumótun, Skipulag, Árangursmælingar, Hagræðing, Skilvirkni

  • Útdráttur er á ensku

    This project is made for Akureyrarstofa, which created a workgroup focusing on possible integration of three organizations already established, Hof Menningarfélag, Leikfélag Akureyrar and Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
    This project is intended to reveal if the pre-applied structure for Súlur, which is the idea of integrated organization, can meet its purposes and goals. Three main research questions were the focus in processing of this project.
    1. Who are the main stakeholders of the cultural organization and what are their interests.
    2. How good is the new structure in serving different needs of all parties involved within the Súlur project?
    3. Is it likely that a different structure supports the cultural goals of Akureyri town in artistic freedom?
    Data collection was made by taking interviews with administrators of all three corresponding organizations and the director of Akureyrarstofa. Data was also collected from files within the organizations.
    In the first part of the project, theories are examined from strategy, structure, and organization performance. The three cultural organizations are studied, their roles and operations. In the second part, stakeholders are defined, and a look taken on the effect of changes for them. Possible optimization opportunities defined. Inspection of the structure along with seeking answers to questions like what needs to be kept in mind when integrating companies, and how culture affects the organization.
    Main results show that this structure can serve interests of all corresponding organizations in one integrated project, with respect to increased efficiency and optimization. By using optimization opportunities and the efficiency of the new structure, more money can be spent on cultural developing which should result in increased quality and diversity of artistic and cultural events. The effects on stakeholders are mostly positive but structural changes will affect employees, since a new plan will result in a decrease in employed managers and support services. Evaluation shows that this new plan will not have any effect on the goals of Akureyri town to safeguard artistic freedom and creation.
    Keywords: Strategy, Structure, Performance measurements, Optimization opportunities, Efficiency

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.12.2133.
Samþykkt: 
  • 14.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
21_05_13_Lokaverkefni HA_2013_20_00.pdf966.49 kBLokaður til...31.12.2133HeildartextiPDF