is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15776

Titill: 
  • Áreiðanleiki matsmanna á Fluguprófinu hjá hópi einstaklinga með álagseinkenni frá hálsi og hópi einkennalausra
  • Titill er á ensku Intertester reliability of The Fly Test among individuals with and without a non-specific neck pain
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Endurtekin álagseinkenni frá hálsi eru algengt vandamál hjá almenningi og eru margir sem leita sér aðstoðar vegna þeirra. Fluguprófið er mælitæki sem var hannað til greiningar og meðferðar fyrir einstaklinga með einkenni frá hálsi. Sýnt hefur verið fram á áreiðanleika Fluguprófsins við endurteknar prófanir (test-retest reliability) en áreiðanleiki matsmanna (intertester reliability) hefur ekki verið rannsakaður.
    Tilgangur: Kanna áreiðanleika matsmanna við framkvæmd á Fluguprófinu fyrir tvo hópa, annars vegar einstaklinga með endurtekin álagseinkenni frá hálsi og hins vegar einstaklinga án einkenna frá hálsi.
    Aðferðir: Í hvorum hópi voru 18 þátttakendur (16 konur og 2 karlar) eða alls 36. Rannsóknin var einblind, matsmenn voru tveir og mældu þeir þátttakendur einu sinni hvor, með viku millibili. Þátttakendur fylgdu krossi sem birtist á tölvuskjá og fóru eftir þremur munstrum sem birtust af handahófi með stigvaxandi erfiðleikastigum, léttu, miðlungs og erfiðu. Niðurstöður prófsins voru gefnar upp í amplitude accuracy (AA) og directional accuracy (DA) en þær standa fyrir hversu nákvæma stjórn einstaklingur hefur á hálshreyfingum. Við tölfræðiúrvinnslu var notuð dreifnigreining, Intraclass correlation coefficient (ICC2,1) og mörk samræmis.
    Niðurstöður: ICC2,1 fyrir AA og DA spannaði 0,40-0,75 fyrir munstur beggja hópa. Mörk samræmis voru víðari fyrir einkennahóp í AA en þrengri í DA. Ekki var marktækur munur milli matsmanna við framkvæmd mælinga á Fluguprófinu en marktækur munur var á milli allra munstra hjá báðum hópum.
    Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að áreiðanleiki matsmanna á Fluguprófinu sé á bilinu ásættanlegur til góður. Hins vegar er þörf á frekari rannsókn með stærra úrtaki til að meta raunverulegan áreiðanleika mælitækisins.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Non-specific neck pain is a common impairment in the general population driving neck pain patients to seek assistance in relieving their symptoms. The Fly test is a clinical test that measures movement control of the cervical spine. In a previous study the test-retest reliability was determined but intertester reliability of the Fly test has not been tested.

    Objective: To determine the intertester reliability of the Fly test in asymptomatic persons and those with non-specific neck pain.
    Method: Thirty-six participants were recruited in the study, 18 participants in each group (16 female and 2 male). The participants used a head tracking device to follow a moving cursor which appeared on a computer screen. Easy, medium, and difficult patterns, each of which was repeated three times in random order, were tested. Amplitude accuracy (AA) and directional accuracy (DA) were compared across patterns and groups on two occasions, one week apart. The study was single-blind, two examiners measured each participant once with one week between the measurements. A mixed-model ANOVA, ICC2,1 and limits of agreement (LOA) were used in the statistical analysis.
    Results: ICC2,1 for AA and DA-ToT ranged from 0,40-0,75 for both groups. The LOA were wider for the symptomatic group for AA but narrower for DA. Analysis of variance with repeated measures revealed no significant difference between examiners but revealed significant difference between patterns within both groups.
    Conclusion: The results of this study indicate that the Fly test is a reliable clinical test in measuring control of cervical spine movements.

Samþykkt: 
  • 14.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð 15 maí Lokaútgáfa.pdf4.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna