is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/157

Titill: 
  • Mat barna á eigin iðju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar faglegrar þróunar hafa iðjuþjálfar farið í meira mæli að beina sjónum sínum í átt að þátttöku og færni skjólstæðinga sinna við dagleg viðfangsefni. Í íhlutun með börnum er algengt að upplýsingum um færni þeirra sé safnað frá öðrum aðilum en þeim sjálfum. Fá matstæki eru til í íslenskri þýðingu þar sem börn svara sjálf spurningum um eigin iðju og eiga þannig kost á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Matstækið Child Occupational Self Assessment (COSA) er dæmi um slíkt matstæki.
    Tilgangur rannsóknarinnar er tvíþættur. Annars vegar að afla upplýsinga um hvernig börn sem njóta sérúrræða í grunnskóla meta eigin frammistöðu við iðju með COSA og hversu mikilvæg iðjan er þeim. Hins vegar að kanna notagildi íslenskrar þýðingar á matstækinu COSA fyrir þennan hóp barna. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð og lýsandi tölfræði beitt við úrvinnslu gagna. Settar voru fram rannsóknarspurningarnar: Hvernig meta íslensk skólabörn á miðstigi, sem njóta sérúrræða, frammistöðu sína við eigin iðju samkvæmt matstækinu COSA og hversu mikilvæg er iðjan þeim? Og hvernig nýtist íslensk þýðing matstækisins COSA fyrir þennan hóp barna? Heildarniðurstöður úr COSA eru settar fram í tíðnitöflu. Upplýsinga um hvernig íslenska þýðingin nýtist var aflað með sérstöku athugunarblaði rannsakenda. Þátttakendur voru 34 börn, 13 stúlkur og 21 drengur. Skilyrði fyrir þátttöku voru að börnin væru með skilgreindar sérþarfir innan skólans samkvæmt lögum um grunnskóla. Notast var við hentugleikaúrtak við val á grunnskólum en nemendur skólanna voru síðan valdir með handahófsaðferð. Fyrirlögn fór fram í grunnskólum barnanna, einn rannsakanda var til staðar ef þátttakandi þarfnaðist einhverrar aðstoðar eða útskýringar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiða meðal annars í ljós að þær athafnir sem börn sem njóta sérúrræða í skóla eiga erfiðast með en er þeim að sama skapi mikilvæg eru athafnir sem snúa að viðfangsefnum er tengjast skólanum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að íslensk þýðing COSA nýtist vel fyrir þennan hóp barna.
    COSA hefur mikið gildi fyrir iðjuþjálfafagið þar sem það byggist á hugmyndafræði um skjólstæðingsmiðaða nálgun með iðju barna í fyrirrúmi. COSA ætti því að nýtast vel við markmiðssetningu og við að mæla árangur íhlutunar. Þegar unnið er út frá þessari hugmyndafræði beinist íhlutunin að þeim markmiðum sem börnin sjálf kjósa að vinna að hvort sem hindranirnar birtast heima, í skóla eða annars staðar í samfélaginu.
    Lykilhugtök: Child Occupational Self Assessment, skjólstæðinsmiðuð nálgun, trú á eigin áhrifamátt, börn með sérþarfir.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
matbarna.pdf5.32 MBOpinnMat barna á eigin iðju - heildPDFSkoða/Opna