is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Hestafræðideild > BS verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15803

Titill: 
  • Flow í hestamennsku : eigindleg rannsókn á flow í íslenskri hestamennsku
  • Titill er á ensku Flow in horsemanship : a qualitative study on flow in Icelandic horse equestrians
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvernig kenning Csiskzentmihalyi um flæði ætti við um íslenska hestamennsku. Kannað var flæði meðal áhugamanna, flæði í þjálfun og keppni, flæði í kennslu, og hugsanleg neikvæð áhrif flæðis. Eigindlegri aðferðafræði var beitt og gögnum var safnað með hálfstöðluðum viðtölum. Sex viðmælendum var skipt í þrjá hópa: Í fyrsta hópnum voru nemendur á öðru ári í Hólaskóla, annar hópurinn samanstóð af kennurum sem hafa kennt á Hólum til langs tíma, og í þriðja hópnum voru atvinnuknapar/keppnismenn. Gögnin voru greind með umritun og yfirlestri á viðtölum. Niðurstöðurnar benda til þess að fjölskyldubakgrunnur í hestamennsku, eða náin tengsl við aðra knapa auki líkur á flæði í hestamennsku. Við þjálfun hesta upplifðu viðmælendur í rannsókninni mörg einkenni flæðis, þeir greindu m.a. frá mikilvægi þess að jafnvægi sé milli þyngdar áskorunnar og þeirrar færni sem viðkomandi býr yfir, hvernig athafnir og vitund renna í eitt, skýrum markmiðum, mikilli einbeitingu og sjálfstrausti og að lokum hvernig þjálfunin sjálf væri einskonar umbun. Aukið álag svo sem í keppni virðist ekki hafa truflandi áhrif á flæði hjá flestum viðmælendum. Flæði kemur oft fram í reiðtímum og margir viðmælendanna sögðust greina það þegar kennari þeirra upplifir flæði. Rannsóknin vakti spurningar þess efnis hvort flæði í hestamennsku hefði hugsanleg neikvæð áhrif á einkalíf fólks. Hestmennska er ákveðinn lífstíll en hestamenn eru ekki endilega háðir henni. Það er ljóst að orðaforða til að skilgreina flæði á íslensku þarf að þróa betur. Að hve miklu leyti þessir atvinnu-hestamenn upplifa flæði á margskonar vettvangi er aðdáunarvert, en úrtakið var ekki nógu stórt til þess að hægt væri að alhæfa niðurstöðurnar yfir á aðra hestamenn. Tilvist flæðis meðal atvinnuknapa í hinum ýmsu aðstæðum var einnig könnuð og benda niðurstöður til þess að flæði spili mikilvægt hlutverk í hestamennsku.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this study was to better understand how Csiskzentmihalyi´s theory of flow could be applied to Icelandic horsemanship. Flow in amateur riders, flow in training and competition, flow in teaching, and the possible negative effects of flow were all explored. Qualitative methodology was used and data was collected through semi-structured interviews. Six informants were divided into three groups. The first group consisted of students in their second year at Hólar University. The second group were instructors that have taught at Hólar for an extended period of time and the third group consisted of professional trainers/competitors. Data analysis began with the transcription and reading of the interviews. The results indicate that a family background of horsemanship, or close relationships with other equestrians encourages flow in horsemanship. Flow characteristics emerged from the passages about training horses included challenge-skills balance, merging of action and awareness, clear goals, intense concentration, self-confidence, and flow as an autotelic experience. The intensity of competitive situations does not seem to negatively influence flow in most of the informants. Flow is also found in riding lessons and many of the informants discussed how students feel when a teacher experiences flow. This study raises questions about the possible negative affects of flow in horsemanship. It seems that equestrians are very commited to horsemanship but not nescessarily addicted. Though this study it became clear that the vocabulary for discussing flow in Icelandic needs to be better developed. The extent to which these professional equestrians found flow across a variety of activities is impressive, but the sample was not large enough to provide true data saturation. This study has shown that flow occurs throughout horsemanship activities. In addition, these findings suggest how to enhance flow and enjoyment in Icelandic equestrians.

Samþykkt: 
  • 19.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Carrie Lyons Brandt.pdf593.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna