ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1581

Titill

Upplýsingatækni í þágu fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra í dreifðum byggðum

Útdráttur

Í þessu verkefni kannaði ég hvernig og við hvaða aðstæður hægt væri, með aðstoð upplýsingatækni, að styðja betur fjölskyldur fatlaðra barna í dreifðum byggðum og auka þekkingu hjá starfsmönnum sem veita þeim þjónustu. Markmiðið var að kanna hvort hægt væri að bæta þjónustu við þennan hóp og koma leiðbeiningum og ráðgjöf frá sérfræðingum og ráðgjafaraðilum á framfæri á nútímalegan og skilvirkan hátt.
Niðurstöður benda til þess að upplýsingatæknin geti komið til móts við ýmsar þarfir fjölskyldna fatlaðra barna. Má þar helst nefna að nýta megi þá tækni sem völ er á, á sviði samskiptalausna til að auka og bæta samhæfingu þjónustunnar svo og ráðgjöf, fræðslu og stuðning á ýmsa vegu. Einnig er þörf á að leita leiða, með hjálp upplýsingatækninnar, til að auka möguleika foreldra á Austurlandi til að vera í meiri samskiptum við aðra foreldra fatlaðra barna og foreldrafélög á Höfuðborgarsvæðinu.
Lykilorð: Fatlaðir, börn, fjölskyldur, upplýsingatækni, dreifbýli.

Athugasemdir

Þroskaþjálfabraut

Samþykkt
4.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
08lokavekefni5mai.pdf313KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna