is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15847

Titill: 
  • Náttúrufræðinám með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni
Útgáfa: 
  • 2009
Útdráttur: 
  • Árið 2005 voru kennsluaðstæður fimm náttúrufræðikennara á grunnskólastigi rannsakaðar með það að leiðarljósi að kanna faglega sýn þeirra á nám og kennslu annars vegar og hvernig þeir nýttu sér upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu hins vegar. Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum úr síðari hlutanum, þ.e. notkun upplýsinga- og samskiptatækni, en áður hefur verið fjallað um fyrri hlutann í þessu tímariti. Með hliðsjón af sérstöðu náttúruvísinda má nýta kosti upplýsinga- og samskiptatækni á margvíslegan hátt við nám og kennslu greinarinnar, meðal annars við gagnaöflun, mælingar, úrvinnslu gagna, útreikninga og margmiðlun af ýmsu tagi, auk þess sem sýnt hefur verið fram á kosti slíkrar tækni í nemendamiðuðu námi þar sem tekið er mið af hugmyndum hugsmíði
    hyggju. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að notkun upplýsinga- og samskiptatækni er margbreytileg og virðist í samræmi við starfskenningu hvers þátttakanda, samanber fyrri greinina.Jafnframt má greina áhrif frá sérstöðu faggreinarinnar sem slíkrar en í minna mæli. Viðhorf og orðræða flestra einkenndust af nemendamiðuðu skipulagi og fjölbreytilegri notkun stafrænnar tækni en slíkt skipulag birtist hins vegar ekki alltaf í raun þegar kom að framkvæmd, hugsanlega vegna aðstæðna sem kennarar réðu misvel við sjálfir

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2009; 6 : s. 85-106
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 25.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15847


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
6_meyvant_allyson_eggert1.pdf470 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna