ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1585

Titill

Ungt afreksfólk í knattspyrnu : könnun á knattspyrnuiðkun ungs afreksfólks, markmiðum þeirra og metnaði

Útdráttur

Markmiðið með þessari rannsókn var að gera könnun meðal ungs afreksfólks í knattspyrnu. Leitað var svara við hvað valdi því að þau haldi áfram að æfa á unglingsárunum þegar svo margir aðrir eru að hætta. Mikilvægt er að finna út hvað veldur. Úrtakshópar unglingalandsliða Íslands undir 17 ára og undir 19 ára hjá báðum kynjum voru beðin að taka þátt og skiluðu 71% listunum til baka. Í ljós kom að unga afreksfólkið byrjar að æfa af því að það er skemmtilegt, en metnaður hvatning og áhugi drífur þau áfram. Vinahóparnir skipta töluvert miklu máli þegar komið er á unglingsár og er mikill almennur áhugi hjá skólafélögum ungmennanna á knattspyrnu, einnig fá þau mikinn stuðning og hvatningu frá foreldrum. Þessi ungmenni telja knattspyrnu hafa mikil áhrif á dagleg félagsleg samskipi sín og þau telja líkamlegt form, góða þjálfun og metnað mikilvægast til að ná árangri. Þau æfa mikið, setja sér bæði skammtíma- og langtímamarkmið og eru tilbúin að leggja mikið á sig. Niðurstöður þessar eru ræddar og spurningar um hvar þau telja sig stödd og hvert þau stefna reifaðar.

Athugasemdir

Tómstunda- og félagsmálabraut

Samþykkt
4.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ungt afreksfólk.pdf445KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna