is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15853

Titill: 
  • Skilningur framhaldsskólakennara á almennum námsmarkmiðum
Útgáfa: 
  • 2010
Útdráttur: 
  • Meðal nýmæla í Aðalnámskrá framhaldsskóla sem út kom árið 1999 var upptalning á almennum markmiðum framhaldsskóla.Í annarri útgáfu,frá árinu 2004, var þessi markmiðskafli nokkuð breyttur og tekið sérstaklega fram að markmiðin snertu allar námsgreinar. Með útgáfu þessarar námskrár settu yfirvöld skólunum ítarlegri markmið en áður hafði verið gert. Ég kannaði hvaða áhrif þessi markmiðssetning hafði á kennslu bóklegra greina til stúdentsprófs með viðtölum við sex raungreinakennara, sex stærðfræðikennara og sex sögukennara, þ.e. alls átján kennara í átta framhaldsskólum. Af orðum viðmælenda minna var ljóst að markmiðin, sem unnið skal að í öllum greinum samkvæmt því sem segir í almennum hluta Aðalnámskrár, hafa ekki mótað kennsluhætti þeirra þótt þeir
    álitu að hefðbundin kennsla í raungreinum, stærðfræði og sögu þjónaði að ýmsu leyti svipuðum markmiðum.Viðmælendur mínir töldu flestir að almennum markmiðum yrði náð með því að leggja rækt við námsgreinarnar: nám á forsendum þeirra færði nemendum upplýsingu, menntun eða þroska sem þokaði þeim áleiðis að markmiðum á borð við að tileinka sér gagnrýna hugsun,skilning á samfélaginu eða siðferðileg gildi. Menntastefnan sem þeir orðuðu sór sig um margt í ætt við menntahefð sem kennd er við frjálsar listir þar sem hún fól bæði í sér að almenn markmið næðust með kennslu á forsendum námsgreinanna og að skilningur á þessum greinum væri eftirsóknarverður í sjálfum sér.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2010; 7 : s. 93-107
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AtliHardarson-SkilningurFramhaldsskolak-AlmNamsmarkmid.pdf303.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna