is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15869

Titill: 
  • Leikskólinn og ættleidd börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um leikskóladvöl barna sem ættleidd hafa verið til Íslands erlendis frá og hvaða þætti í aðlögun og starfi leikskóla beri að leggja áherslu á. Þá er skoðað hvaða gildi barnabókmenntir geta haft í leikskólastarfinu fyrir þennan fjölbreytta hóp barna. Margar rannsóknir hafa verið gerðar um hagi og þroska ættleiddra barna og hér er reynt að draga saman einhverja af þeim fjölmörgu þáttum er lúta að fyrstu kynnum barnanna að skólakerfinu eftir ættleiðingu. Farið er yfir hvað felst í ættleiðingu barna á milli landa og hvaða stuðningur er í boði fyrir kjörforeldra fyrir og eftir ættleiðinguna. Góð tengslamyndun barnsins við kjörforeldra og samstarf foreldra og leikskólakennara er mikilvægur grunnur að farsælli aðlögun barnsins og foreldra þess að leikskólanum. Börnin eru misjafnlega stödd í þroska við ættleiðinguna en búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og eru fljót að ná jafnöldrum sínum í málþroska sem og almennum þroska. Barnabækur eru góð leið til að styðja við þroska barnanna og ættu leikskólar að hafa bókaskost sinn fjölbreyttan og gera ættleiðingarferlinu skil með vönduðum bókum um málefnið. Leikskólar á Íslandi mættu vera betur í stakk búnir til að huga sérstaklega að málefnum ættleiddra barna t.d. með útgáfu á fræðsluefni fyrir kennara.

Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_final.pdf430.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna