is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15879

Titill: 
  • Notkun einingakubba á mörkum skólastiga : þekking og viðhorf fjögurra leik- og grunnskólakennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar B.Ed-ritgerðar er notagildi einingakubba á báðum skólastigum og hver vitneskja, viðhorf og notkun þeirra er í leik- og grunnskólum. Fjallað er um hugmyndafræðina á bak við einingakubba og hvaða þroskaþætti er verið að vinna með þegar verið er í leik með einingakubba. Könnun var gerð á notkun einingakubba bæði í leikskóla og grunnskóla. Aðferð við gagnaöflun var undir áhrifum eigindlegrar rannsóknaraðferðar en tekin voru fjögur viðtöl, tvö við leikskólakennara og tvö við grunnskólakennara. Inntak svaranna var flokkað í viðhorf og þekking, vitneskja og svo notkun kubbanna í eigin kennslu.
    Einingakubbar eru opinn efniviður og koma inn á alla þá þroskaþætti sem koma fram í námskrá bæði leik- og grunnskóla. Í leik með einingakubba byggja börn það sem þau þekkja úr eigin umhverfi og er hægt að byggja á þessari reynslu með því að ýta undir nám þeirra með vettvangsferðum og skoða með þeim bækur af þekktum byggingum.
    Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna að viðmælendurnir töldu leikskólakennarana hafa góða þekkingu á einingakubbum og nota þá markvisst í starfi með börnum. Samkvæmt viðmælendum læra grunnskólakennarar lítið um einingakubba í námi sínu, sem þeir telja að verði til þess að þeir noti þá ekki markvisst í starfi með börnum. Jafnframt telja viðmælendurnir það hindrun að efniviðurinn er dýr, sem líklega er ástæða þess að grunnskólar fjárfesta ekki í honum.

Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur Björg, lokaverkefni.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna