is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15894

Titill: 
  • „Við náttúrulega sköpuðum þetta allt“ : upplifun þátttakenda af leiklist í tómstundastarfi með áherslu á virka þátttöku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áhrif sköpunar í tómstundastarfi unglinga hefur lítið sem ekkert verið kannað hér á landi. Leiklist sem sköpunarform getur veitt ungu fólki gríðarlegt tækifæri til náms og þroska hvort heldur sem er andlegan sem og félagslegan. Í þessari ritgerð er gert grein fyrir þeirri rannsókn sem höfundur vann að, við athugun á upplifun unglinga í leiklist í tómstundastarfi með áherslu á virka þátttöku og jákvæðan þroska. Farið verður yfir þær helstu kenningar félagsmótunar sem höfundur taldi nauðsynlegar þegar unnið er með unglinga í hópastarfi og röksemdir færðar fyrir notkunargildi þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem framkvæmd var með eigindlegum rannsóknaraðferðum í formi viðtala sýna fram á þá gríðarlegu þörf ungmenna til virkrar þátttöku í skapandi starfi í félagsmiðstöðvum og þann ávinning sem unglingarnir telja fulla virka þátttöku hafa í för með sér. Þátttakendur telja ávinning sköpunar og virkrar þátttöku vera mjög mikinn sem vonandi hvetur fólk til að skoða þann þátt tómstundastarfs enn frekar.

Samþykkt: 
  • 28.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf637.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna