is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15895

Titill: 
  • Hver eru viðhorf þátttakenda Músíktilrauna og hvaða ávinning og áhrif hefur þátttaka?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er rannsókn sem fjallar um Músíktilraunir. Ritgerðin er 10 eininga lokaverkefni við Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræði. Markmið þessarar ritgerðar er að reyna að komast að því hvert viðhorf þátttakennda til Músíktilrauna er. Einnig að skoða hvort þátttaka í keppninni hafi einhver áhrif og/eða ávinninga fyrir þátttakendur. Eru Músíktilraunir góður stökkpallur að þeirra mati? Með settum könnunum er nauðsynlegt að geta séð hvort um sé að ræða ávinning þeirra sem taka þátt og hversu mikils keppnin er metin í hugum þeirra sem taka þátt. Rannsóknarspurning ritgerðinnar er því: „Hver eru viðhorf þátttakenda Músíktilrauna og hvaða ávinning og áhrif hefur þátttaka“?
    Gerð verður grein fyrir fræðilegu samhengi Músíktilraunanna. Spilar þar skipulagt tómstundarstarf og reynslunám stórt hlutverk. Að auki eru áhrif tónlistar, viðburðir og óformlegt nám skoðað nánar.
    Niðurstöður spurningalistakannananna eru birtar og bornar saman við kannanir fyrri ára. Helstu niðurstöður benda til þess að flestir þátttakendur sýna Músíktilraunum gott viðhorf. Þátttakendur gera sér einnig grein fyrir því á hvað plani keppnin er og leggja mikla vinnu í þátttöku sína. Þau vita að verið er að fylgjast með þeim og það að standa sig vel í Músíktilraunum getur haft góð áhrif í för með sér.

Samþykkt: 
  • 28.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð- Ellen Agata.pdf818.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna