is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15897

Titill: 
  • Sambýlisbakteríur úr hrúðurfléttunni strandmerlu kennigreindar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fléttur hafa verið rannsakaðar í þó nokkurn tíma, en rannsóknir á sambýlisbakteríum þeirra eru ennþá tiltölulega nýlegar. Fléttur mynda flókið og margbrotið samspil milli sveppa, þörunga og örvera sem þrífast í þeim. Miklar rannsóknir standa yfir til þess að auka skilning á virkni baktería innan fléttna og hlutverki bakteríanna í samlífinu, sem er talið mikilvægt að mörgu leyti. Í þessu verkefni voru tveir ófrumbjarga og loftháðir bakteríustofnar, KA0807(CvSm7) og AR0424, sem áður voru einangraðir úr hrúðurfléttunni strandmerlu (Caloplaca verruculifera), í Eyjafirði, kennigreindir, meðal annars með sameindalíffræðilegum aðferðum. Stofnarnir voru í upphafi taldir tilheyra flokkunum Actinobacteria og Alphaproteobacteria. Markmiðið var að greina þá, til þess að fá úr því skorið hvort um áður óþekktar tegundir væri að ræða og til að varpa frekar ljósi á örveruflóru í strandmerlu. Niðurstöður gefa til kynna að stofnarnir séu miðlungshitakærir (mesophilic), vaxi best við hitastig á bilinu 23-35°C, og séu mjög saltþolnir, jafnvel saltkærir, þar sem stofnarnir gátu vaxið í æti með 15% saltstyrk. Niðurstöður úr greiningu á raðgreindum 16S rDNA röðum sýndu að stofnarnir eru af ættkvíslunum Agrococcus og Sphingobium.

  • Útdráttur er á ensku

    Lichens have generally been studied for some time, but the bacterial communities associated with them are a relatively new subject. Recent studies show that lichens host diverse bacterial populations from several different phyla and reveal that these bacteria might play an important role in lichen symbiosis by producing secondary metabolites and other bioactive compounds.
    Lichens form a complex symbiotic relationship between fungi and algae, constitute a variety of organisms and are known for diverse abilities, along with unique adaptions against extreme environmental conditions in their habitats. In this research, two non-phototrophic bacterial strains, KA0807(CvSm7) and AR0424, that were previously isolated from the crustose lichen Caloplaca verruculifera, were analysed, identified and characterised
    using biochemical and molecular methods (e.g. 16S rDNA sequencing). The strains are believed to be heterotrophs and symbiotic with the lichen. The main results indicate that their optimal growing conditions range from 15-35 degrees Celsius and are therefore classified as mesophilic. Other results showed that the bacterial strains proved to be extremely halotolerant and moderately halophilic, being able to grow with salinity at 15% and were identified as most likely of the genus Agrococcus and Sphingobium.

Samþykkt: 
  • 1.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefnið.pdf910.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna