is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15899

Titill: 
  • Félagströllið : metur og hvetur til þátttöku í æskulýðsstarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni til B.A.- gráðu úr tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Markmiðið með verkefninu er að búa til verkfæri fyrir tómstunda- og félagsmálafræðinga sem starfa á sviði æskulýðsmála til að halda utan um og meta þátttöku ungs fólks í æskulýðsstarfi. Verkfærið, sem ber nafnið Félagströllið, er vefkerfi þar sem þátttaka er leikjavædd og einstaklingar fá stig fyrir að mæta og taka að sér verkefni í æskulýðsstarfi.
    Verkefnið skiptist í heimasíðu (http://www.felagstrollid.is) og greinargerð þar sem það er fræðilega rökstutt ásamt því að farið er yfir hvernig hægt er að nota Félagströllið þannig það hafi jákvæð áhrif á æskulýðsstarfið. Í greinargerðinni birtast einnig helstu niðurstöður úr viðhorfskönnun sem lögð var fyrir ungt fólk á aldrinum 13-16 ára sem höfðu verið þátttakendur í Félagströllinu í 7 mánuði. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 75% þátttakenda líkar mjög vel eða vel við það að vera þátttakandi í Félagströllinu. Þá telja 78% það hafa nokkur, mikil eða mjög mikil áhrif á mætingu þeirra í félagsmiðstöðina og 72% telja það hafa nokkur, mikil eða mjög mikil áhrif á það hvort þau taki virkan þátt í framkvæmd á viðburðum. Einnig kemur fram að Félagströllið nýtist starfsmönnum í æskulýðsstarfi mjög vel til að fá sundurliðaðar upplýsingar um þátttöku í starfinu. Þær upplýsingar eru meðal annars hvaða daga og hvaða tíma dags unga fólkið er að mæta, hvaða aldurshópur og hvaða kyn sækir starfið og hvað það tekur sér fyrir hendur þegar á staðinn er komið. Að lokum er svo einnig bent á hvernig hægt er að nota Félagströllið á sviði æskulýðsrannsókna.
    Lykilorð: Greinargerð, tómstundir, félagsmál, æskulýðsstarf, virk þátttaka, óformlegt nám, formlaust nám, reynslunám, leikjavæðing, námsmat, lífsleikni, félagsmálafræði, hvatning, æskulýðsrannsóknir.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 1.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félagströllið - Guðmundur Ari Sigurjónsson.pdf2.35 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna