is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15905

Titill: 
  • Hjálparskylda 221. gr. almennra hegningarlaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er hjálparskylda 221. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar sem kveðið er á um skyldu manna til þess að koma öðrum í lífsháska til bjargar. Fellur greinin undir það að vera sérgreint hættubrot. Í greininni má finna tvær málsgreinar. Í seinni hluta annarrar málsgreinar má finna aðstæður sem gera lífsháska ekki að skilyrði svo unnt sé að refsa samkvæmt málsgreininni. Við skoðun á greininni kemur í ljós, að nánast ómögulegt er að gerast sekur um hlutdeild eða tilraun til brots, án þess að teljast sjálfur brotlegur gegn greininni. Kemur samverknaður frekar til álita í slíkum markatilvikum.
    Engan marktækan mun má greina á milli 221. gr. og hliðstæðs ákvæðis danskra hegningarlaga, 1. mgr. 253. gr. , hvað varðar inntak og dómaframkvæmd. Þó er að finna ákvæði í 2. mgr. 253. gr. dönsku hegningarlaganna sem ekki er í 221. gr.hgl.
    Samanburður á 1. mgr. 220. gr. hgl. og sambærilegs dansks ákvæðis, 250. gr., sýnir að ekki sé marktækur munur á inntaki og dómaframkvæmd, þó bera íslenskir dómar þess merki að yfirgripsmeiri ákvæði séu frekar látin tæma sök gagnvart 1. mgr. 220. gr.
    Munurinn sem greina má á milli 221. gr. og 1. mgr. 220. gr. er sá að svo unnt sé að refsa á grundvelli 1. mgr. 220. gr. þurfi það skilyrði að vera fyrir hendi, að brotamaður hafi komið brotaþola í bjargarlaust ástand. Getur það verið vegna undanfarandi líkamsárásar brotamanns eða hann hafi haft brotaþola í sinni umsjá og yfirgefið hann í bjargalausu ástandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis examines article 221 of the penal code nr. 19/1940. The article pronounces the obligation of people to help persons in a mortal danger. The article is a subject to a special danger violation. In the latter part of the second paragraph you can find situations which don’t make life danger a provision so the act could be punishable by the paragraph. When the article is examined it’s clear that it’s almost impossible to become guilty of being a part of the crime as a minority or of an attempt, without being considered having fully committed the crime. In such cases as being a part of a crime, a cooperation of a crime would rather be considered.
    No significant differences can be detected between article 221 of the penal code and a similar article in the Danish penal code, article 253, regarding content and case law. However the Danish article includes a paragraph which cannot be found in article 221 of the Icelandic penal code.
    Comparing the first paragraph of article 220 of the Icelandic penal code and the Danish penal code, article 250, shows there is no significant difference in the content or case law. However the Icelandic judgments bear a sign that a more comprehensive article is more likely to empty the offence towards first paragraph of article 220.
    The difference which can be detected between article 221 and first paragraph of article 220 is, that such an act could be punishable by first paragraph of article 220 a special relation has to exist between the parties. The perpetrator puts the victim in an helpless state. Which could be due to a prior assault on behalf of the perpetrator or the perpetrator had the victim in his care, and left him in a helpless state.

Samþykkt: 
  • 1.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AEÖ - 2013 - Hjálparskylda.pdf618.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna