is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15912

Titill: 
  • Mörkin á milli kynferðislegrar áreitni og blygðunarsemisbrota
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að greina muninn á milli 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um kynferðislega áreitni og 209. gr. um brot gegn blygðunarsemi. Í ritgerðinni verður leitast við að skýra þau óljósu mörk sem geta verið á milli ákvæðanna. Kannað verður hvort ákvæðunum sé beitt saman í framkvæmd eða hvort ákvæðin tæmi sök gagnvart hvoru öðru. Svar við rannsóknarspurningunni felst í athugun á því hvers konar háttsemi er heimfærð undir ákvæðin. Kynferðisleg áreitni getur m.a. falið í sér háttsemi sem er fólgin í óviðeigandi líkamlegri snertingu, ljósmyndun af kynferðislegum toga, táknræna hegðun eða orðbragði sem sé meiðandi, ítrekað og til þess fallið að valda ótta. Brot gegn blygðunarsemi felur í sér háttsemi sem er lostug og til þess fallin að særa blygðunarsemi manna eða vera til opinbers hneykslis. Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga sem einhver annar verður vitni að. Blygðunarsemi er siðgæðistilfinning í kynferðismálum og með opinberu hneyksli er átt við háttsemi sem fram fyrir sjónum almennings, dæmi um blygðunarsemisbrot eru gægjur, berháttun og önnur strípihneigð. Mikið var stuðst við dómaframkvæmd þar sem lítið efni er til um greinarnar. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að mörkin á milli ákvæðanna eru orðin heldur skýr í dag, ólíkt því sem gilti fyrir gildistöku breytingarlaga nr. 61/2007. Helsta álitamálið í dag varðar neðri mörk kynferðislegrar áreitni gagnvart blygðunarsemisbrotum og hvenær háttsemi teljist vera orðin það meiðandi og ítrekuð að hún teljist til kynferðislegrar áreitni skv. 199. gr. hgl., frekar en brots gegn blygðunarsemis skv. 209. gr. hgl.

Samþykkt: 
  • 1.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefania Ellingsen - BA Ritgerd - Morkin a milli 199. gr. hgl. og 209. gr. hgl. - 2013.pdf422.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna