is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15917

Titill: 
  • Um takmarkaða ábyrgð í hlutafélögum og brottfall hennar: litið í gegnum lögpersónuna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efnistökum ritgerðarinnar má skipta í tvo hluta. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um hlutafélagaformið, sögu þess og megineinkenni. Umfjöllunin er með sérstakri áherslu á takmarkaða ábyrgð hluthafa, og er þar fjallað um rökin sem að baki ábyrgðartakmörkun liggja, gagnrýni og upplýsingaskyldu hlutafélaga í ljósi ábyrgðartakmörkunar. Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um brottfall takmarkaðrar ábyrgðar í hlutafélögum og hina erlendu félagaréttarreglu „piercing the corporate veil“. Er þar sérstaklega skoðuð tilvist slíkrar brottfallsreglu ábyrgðartakmörkunar í breskum og dönskum félagarétti. Í ritgerðinni er varpað fram tveimur rannsóknarspurningum og leitast við að svara þeim í síðari hluta hennar. Annars vegar hvort ólögfesta brottfallsreglu takmarkaðrar ábyrgðar hluthafa í hlutafélögum sé að finna í íslenskum rétti. Og hins vegar hvort þörf sé fyrir slíka reglu hérlendis. Ekki er slíka brottfallsreglu ábyrgðartakmörkunar að finna í íslenskri hlutafélagalöggjöf. Í ritgerðinni er því rannsökuð dómaframkvæmd Hæstaréttar sem snertir rannsóknarefnið. Niðurstaða höfundar er sú að slík undanþáguregla takmarkaðrar ábyrgðar hluthafa verður ekki með réttu leidd af íslenskri dómaframkvæmd á sviði félagaréttar. Til þess að svara síðari rannsóknarspurningu ritgerðarinnar um hvort þörf sé fyrir slíka reglu er skoðuð sú vernd og þau úrræði sem kröfuhafar hlutafélaga njóta að íslenskum lögum. Af slíkri skoðun leiðir að kröfuhafar hafa hugsanlega þörf fyrir brottfallsreglu ábyrgðartakmörkunar hluthafa þegar skaðabótareglum verður ekki beitt. Þessar niðurstöður ritgerðarinnar eru dregnar saman í fjórða kafla hennar.

  • Útdráttur er á ensku

    The first part of the thesis includes a general discussion on limited liability companies, their origin and main characteristics. The discussion is focused on the limited liability of shareholders, including a deliberation on the rationale for limited liability, criticism and the informational obligations of limited liability companies in light of shareholder limited liability. In the second part of the thesis it discusses the foreign doctrine of piercing the corporate veil of limited liability companies and the following personal liability of shareholders. The existence of the doctrine in the United Kingdom and Denmark is discussed in specific chapters. In the latter stages of the thesis the author answers two research questions: does the doctrine of piercing the corporate veil exist in Icelandic company law, and is there a need for such a doctrine. To answer the first question, the thesis includes a research on relating judgements of the Icelandic Supreme Court. The thesis then concludes that the doctrine of piercing the corporate veil does not exist in Icelandic company law. To answer the second research question concerning the need for such a doctrine, the thesis discusses creditor protection and means for creditors of insolvent limited liability companies. The thesis then concludes that company creditors are in need of a veil piercing doctrine when tort criteria is not fulfilled. Thesis statements can be found in the fourth chapter of the thesis.

Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HalldorHGrondal-Um-takmarkada-abyrgd-og-brottfall-hennar-BA-logfraedi.pdf541.79 kBLokaður til...17.06.2044HeildartextiPDF