is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15921

Titill: 
  • Geðrænt sakhæfi - Þróun og birtingarmynd hugtaksins í íslenskum rétti.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrri inntaki og túlkun ákvæða almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er varða geðrænt sakhæfi í fræðilegri umfjöllun og kanna hvort miklar breytingar hafi orðið á efni og túlkun laganna ásamt því að gera grein fyrir þeirri dómaframkvæmd þar sem reynir á ákvæðin.
    Ráðstafanir almennra hegningarlaga er varða ósakhæfa einstaklinga sæta nú, þegar ritgerðin er skrifuð, mögulegri endurskoðun með frumvarpi til almennra hegningarlaga og af því tilefni er farið yfir helstu breytingar sem yrðu á lagabálknum verði frumvarpið að lögum.
    Ritgerðin skiptist í fjóra megin kafla: 15. grein almennra hegningarlaga, inntak, túlkun og dómaframkvæmd hennar, 16. grein sömu laga þar sem gerð er grein fyrir sambærilegum atriðum og í kaflanum um 15. grein, kafla um öryggisráðstafanir og mögulegar lagabreytingar tengdar þeim og að lokum kafla um sakhæfismatið, hvort það verði talið lögfræðilegt eða læknisfræðilegt.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að reglur almennra hegnignarlaga um mat á geðrænu sakhæfi hafa lítið breyst frá setningu laganna árið 1940 og það sama á við um túlkun og beitingu ákvæðanna að mestu leyti. Einnig komst höfundur að þeirri niðurstöðu að mat á geðrænu sakhæfi er lögfræðilegt en hlutverk lækna við matið er einungis að meta geðheilbrigði sakbornings þótt þeir gangi oft lengra. Að lokum komst höfundur að því að úrræði almennra hegningarlaga gagnvart ósakhæfum eru talsvert á reiki og láta dómstólum og fullnustuyfirvöldum eftir talsvart mat um framkvæmd og túlkun á þeim. Ef nýtt frumvarp um öryggisráðstafanir verður að lögum er ljóst að ákvörðun dómstóla á öryggisráðstöfunum ósakhæfra einstaklinga verður mun gagnsærra og fyrirsjáanlegra.

Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerdskemmaprent.pdf12.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna