is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15923

Titill: 
  • Sjúkrakostnaðarákvæði 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er bótaliður 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sem kveður á um að sá sem skaðabótaábyrgð ber á líkamstjóni skuli greiða sjúkrakostnað. Leitast er við að svara því hvaða kostnaðar verður krafist samkvæmt ákvæðinu og hvenær það verður gert. Sú leið var farin að bera sambærileg ákvæði réttar Noregs og Danmerkur saman við hið íslenska ákvæði með það í huga hvaða munur sé á ákvæðum ríkjanna og hvernig hann birtist í framkvæmd.
    Ritgerðinni er fyrst og fremst ætlað að skýra hver réttur tjónþola til bóta vegna sjúkrakostnaðar er í hérlendum rétti en frá því síðustu fræðiskrif litu dagsins ljós hér á landi hafa fallið dómar sem veita aukna leiðbeiningu um það hvernig ákvæði skaðabótalaga um sjúkrakostnað verður skýrt. Nýlegir íslenskir dómar voru því til skoðunar ásamt fræðiskrifum og lögskýringargögnum auk sambærilegra gagna í rétti Danmerkur og Noregs.
    Niðurstaðan er sú að ýmis kostnaður sem læknisfræðileg rök liggja til grundvallar, og talinn verður eðlilegur og nauðsynlegur til að bæta eða viðhalda heilsu tjónþola í rúmum skilningi, verður bættur samkvæmt ákvæðinu. Annar kostnaður, fjarlægari heilsubót, getur einnig fallið undir ákvæðið en óljós skil sjúkrakostnaðar og bótaliðarins annars fjártjóns valda þar nokkurri réttaróvissu. Loks er ljóst að framtíðarsjúkrakostnaðar verður krafist í íslenskum rétti þrátt fyrir óljóst ákvæði skaðabótalaganna. Lagaákvæði ríkjanna þriggja eru ekki að fullu sambærileg en í reynd er munurinn á rétti ríkjanna þó minni en ætla má af formi ákvæðanna.
    Niðurstöður skipta bæði tjónþola og hinn bótaskylda máli því að með aukinni réttarvissu má draga úr ágreiningi við uppgjör bóta. Með hliðsjón af rétti nágrannaríkjanna er hins vegar ljóst að umfjallaða löggjöf íslensks réttar má bæta.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation examines one particular of the economic losses listed in the damages clause, Section 1, Article 1 of Compensatory Damages Act no. 50/1993, where it is stated that the party found liable to compensate for bodily harm is to reimburse the victim‘s medical expenses. The main subject will be to determine which expenses can be included and when. In order to find a perspective, the Icelandic damages clause was compared to similar clauses in Norway and Denmark, distinguishing the difference both in phrase and exercise.
    First and foremost is the dissertation’s aim to explain the victims‘ rights to compensation for medical expenses under the Icelandic law. Since the most recent literature on the subject was published, there have been verdicts that give more accurate guidelines as to how to further interpret the damages clause in regards to medical expenses. Recent Icelandic verdicts were examined as well as academic literature and statutory interpretation literature, as was equivalent material in Denmark and Norway.
    The conclusion is that various expenses that are supported with medical arguments and, in a broad understanding, are considered standard and necessary for the victim to regain or maintain health, are to be reimbursed according to the damages clause. Other expenses, for less closely related health gain, can also fall under the clause but the vagueness of the boundaries between the particular of medical expenses and the particular of other expenses can cause legal uncertainty.
    Additionally, it is apparent that future medical expenses can be claimed under Icelandic law, despite the vagueness of the damages clause. The damages clauses of the three countries are not entirely comparable but in practice the difference between the countries’ compensatory damages acts are less than the actual damages clauses would imply.
    The results are important both to the victim and the liable party because increased certainty of compensatory rights can diminish disputes over the compensations proceeds. Looking to the compensatory acts of the neighbouring countries, it is however obvious that this particular Act in Icelandic law can be improved.

Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- Skilaritgerð Jóhann Fannar.pdf644.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna