is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15953

Titill: 
  • Varnaraðild hins opinbera: Um lægra sett og æðra sett stjórnvöld
  • Titill er á ensku The Standing of Government: Different administrative levels
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um varnaraðild hins opinbera með sérstakri áherslu á þau tilvik þar sem mál hafa verið til meðferðar á tveimur eða fleiri stjórnsýslustigum. Í ritgerðinni er leitast við að svara tveimur rannsóknarspurningum. Annars vegar hvort dómaframkvæmd Hæstaréttar frá árinu 1997, sem markaði varnaraðild hins opinbera ákveðinn farveg, hafi verið heppileg og hvort henni hafi verið fylgt. Hins vegar hvort dómaframkvæmdin frá árinu 1997 kunni að vera misskilin. Niðurstöður ritgerðarinnar byggjast á sjálfstæðri rannsókn höfundar á dómum Hæstaréttar frá 1. janúar 1997 til 8. maí 2013 með hliðsjón af innlendum og erlendum fræðiritum um viðfangsefnið.
    Tilgangur ritgerðarinnar var sá að kanna grundvöll dómaframkvæmdarinnar frá árinu 1997, þróun hennar og hvort hún hefði reynst vel. Mikill málafjöldi beinist að hinu opinbera fyrir dómstólum á ári hverju. Af þeim sökum hljóta veigamikil rök að standa til þess að aðild hins opinbera sé í nokkuð föstum skorðum en ella kann aðgengi almennra borgara að dómstólum að takmarkast vegna frávísana mála.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að á ákveðnum málefnasviðum sé aðild hins opinbera nokkuð fastmótuð sem bendir til þess að dómaframkvæmdin frá 1997 hafi þjónað hlutverki sínu. Hins vegar ríkir réttaróvissa á öðrum sviðum sem enn sér ekki fyrir endann á. Við fyrstu sýn virðist vera mikið ósamræmi í dómaframkvæmd Hæstaréttar á þessu sviði. Þegar dómaframkvæmd á hinum ýmsu sviðum stjórnsýslumála er skoðuð nánar virðist sem óútskýranleg frávik frá fyrrnefndri dómaframkvæmd séu tiltölulega fá.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er til þess fallin að varpa ljósi á þá meinbugi sem virðast vera á dómaframkvæmd Hæstaréttar á þessu sviði ásamt því að vera yfirgripsmikið dómasafn yfir dóma þar sem aðild hins opinbera er gerð að umfjöllunarefni.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis deals with the standing of government with special emphasis on cases which have been processed on two or more administrative levels. The thesis seeks to answer two main research topics. On one hand if the Supreme Court case law from 1997, which marked a particular rule in the standing of government, has been functional and whether or not it has been carried out. On the other hand, if the Supreme Court case law from 1997 is perhaps misunderstood. Conclusions of the thesis are based on an independent research on Supreme Court rulings dated January 1st 1997 up until May 8th 2013 with regard to domestic and foreign academic literature.
    The purpose of the thesis was to examine the basis of the case law from 1997, its development and if it had been useful in practice. A large number of cases are brought upon the State before the courts each year. Due to that fact there are significant grounds which suggest that the standing of government should be relatively stable. Otherwise the access to courts may be limited because of dismissal of cases.
    The findings of the research are that in certain administrative areas the standing of government is fairly in place which suggests that the case law from 1997 has served its role. However there is uncertainty on other administrative areas concerning the standing of government which remains to be concluded. At first there seems to be an inconsistency in the Supreme Court case law. But when the case law is closely examined the unexplainable anomalies from the aforementioned case law are relatively few.
    Conclusions of the research is to point out the flaws that seem to be on the Supreme Court case law as well to be a comprehensive encyclopedia of Supreme Court rulings concerning the standing of government.

Samþykkt: 
  • 3.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð Hlynur.pdf768.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna