is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15958

Titill: 
  • Réttur ákærða til að vera viðstaddur málsmeðferð. Áhrif 123. gr. sml. á réttláta málsmeðferð og jafnræði málsaðila
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar snýr að umfjöllun um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddan þinghöld, þær undantekningar sem takmarka þann rétt og skilyrði sem uppfyllt þurfa að vera til þess. Þá verður fjallað um meginreglur sakamálaréttarfars sem gæta þarf í hvert sinn sem reynir á slíka takmörkun. Til að ná því markmiði verða kynntar helstu réttarreglur er snúa að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og Stjórnarskrá Íslands. Framkvæmd skýrslutaka verður gerð greinargóð skil með áherslu á sérstakar skýrslutökur undir nafnleynd og skýrslutökum af börnum. Í framhaldinu verður gerð grein fyrir samsvarandi fyrirkomulagi í Danmörku og Noregi.
    Þeirri spurningu er varpað fram hvort reglur um réttáta málsmeðferð skv. 1. mgr. og d-lið 3. mgr. 6. gr. MSE. séu virtar við takmörkun ákærðs manns til að vera viðstaddan þinghöld og hvort þess sé í eindæmum gætt að hann sé sem jafnast settur á við ákæruvaldið við meðferð sakamáls. Með hliðsjón af niðurstöðum ritgerðar þessarar má álykta að undantekningar séu heimilar frá reglunni um að ákærði skuli viðstaddur þinghöld að því gefnu að réttinda hans, sem teljast hluti réttlátrar málsmeðferðar, sé gætt til hins ítrasta í því ferli. Þannig sé ákærður maður sem jafnast settur og ef þeim undantekingnum hefði ekki verið beitt, en ætla má að 3. mgr. 123. gr. sakamálalaga sé ætlað að tryggja að það sé raunin.

  • Útdráttur er á ensku

    The primary premise of this thesis is to analyse the right of the accused to open judicial proceedings, the exceptions that limit that right and the conditions that so permit. The principles of criminal procedure that need to be withheld when the rights of the accused are limited in such circumstances will also be discussed. In order to do so, the primary rule of fair trial according to the European Convention on Human Rights (ECHR) and the Icelandic Constitution will be presented. The procedure of hearings will be looked into, focusing on special hearings performed anonymously and hearings of children. It will also look into how similar cases are dealt with in Denmark and Norway.
    The question of whether rules of fair trial acc. to Article 6(1) and 6(3)(d) ECHR are upheld when the right of the accused to open judicial proceedings is restricted; and whether this affects the accused rights to defend his case within the criminal court.
    With the results of this thesis in mind it can be concluded that exceptions from the rule of the right of the accused to be present open judicial proceedings are permitted when his rights to a fair trial are protected as much as possible in that procedure; and that the accused maintains his rights to defend his case as he would have, had the exceptions not been used. It can be concluded that the provisions of Article 123(3) of the code on criminal procedure is meant to insure that is the case.

Samþykkt: 
  • 3.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15958


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Klara_Briem_ML_ritgerd_2013.pdf678.22 kBLokaðurHeildartextiPDF