is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15960

Titill: 
  • Réttaráhrif brostinna forsendna og annarra ófyrirséðra hindrana við verkframkvæmdir
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um réttaráhrif brostinna forsendna og annarra ófyrirséðra vandkvæða sem upp geta komið við verkframkvæmdir. Í upphafi ritgerðar er gerð almenn grein fyrir eðli og sérstöðu verksamninga. Í þriðja kafla er síðan farið í tiltölulega stuttu máli yfir hina ólögfestu meginreglu samningaréttar um brostnar forsendur og réttaráhrif hennar. Í fjórða kafla er svo vikið að meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar sem er tvíþætt. Annars vegar er ætlunin að rannsaka réttaráhrif þeirra atvika sem upp geta komið og varða verkkaupa sérstaklega. Hins vegar verða rannsökuð réttaráhrif þeirra atvika sem upp koma og verða ekki rakin til annars samningsaðilans umfram hinn. Að síðustu er lokakafli þar sem helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru dregnar saman. Til að komast til botns í rannsóknarefni ritgerðarinnar var stuðst við dómaframkvæmd, hérlendis sem og í Danmörku og Noregi ásamt skrifum fræðimanna á Norðurlöndum. Niðurstaða ritgerðarinnar er meðal annars sú að í dómaframkvæmd hér á landi og á hinum Norðurlöndunum virðist í flestum málum hæfilegt tillit vera tekið til beggja samningsaðila. Telur höfundur þó rétt að endurskoða beri ákvæði í Almennu útboðs- og samningsskilmálum um verkframkvæmdir, ÍST 30:2012, hvað verulegar magnbreytingar varðar, enda væri slíkt í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað á Norðurlöndum. Þá telur höfundur einnig að ástæða sé til þess að skerpa á orðalagi ákvæðis 3.7.3. í ÍST 30:2012 þannig að engum vafa sé undirorpið að um kostnað sem verktaki verður fyrir sökum villandi útboðsgagna, fari eftir ákvæðum staðalsins er varða breytingar á verki, líkt og gert hefur verið í danska staðlinum. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að hafa í huga að séu reglurnar of strangar í garð verktaka getur slíkt leitt til þess að þeir verði verr í stakk búnir til að veita samkeppnishæfa þjónustu. Slíkt hið sama má segja um of þröngar túlkanir dómstóla á leikreglum samningsaðila á þessu réttarsviði. Til lengri tíma litið er það í þágu hvorugs aðila að hafa leikreglur þannig að engin leið sé til þess að leiðrétta samningsverð ef forsendur bresta. Of strangar reglur geta að auki leitt til þess að verktakar hækki tilboð sín vegna aukinnar áhættu sem á þeim hvíla. Slíkt getur þar af leiðandi leitt til óhagkvæmari framkvæmda. Að mati höfundar er því nauðsynlegt að leikreglur sem á sviðinu gilda séu í senn einfaldar og skýrar.

Samþykkt: 
  • 3.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLritgerd-13.05.13.LHO.pdf1.11 MBLokaður til...14.05.2087HeildartextiPDF