is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15967

Titill: 
  • Upplýsingaöflun skattyfirvalda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir þeim víðtæku heimildum sem íslensk skattyfirvöld hafa til upplýsingaöflunar samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003, þá aðallega 92. gr. og 94. gr. laganna, og því úrræði sem skattyfirvöld hafa til að óska eftir upplýsingum frá öðrum ríkjum samkvæmt ákvæðum upplýsingaskipta- og tvísköttunarsamninga.
    Gerð verður grein fyrir upplýsingaöflun skattyfirvalda gagnvart lágskattsfélögum samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 94. gr. tekjuskattslaganna og skoðað hvort framkvæmd skattyfirvalda fyrir gildistöku málsliðsins hafi samrýmst lögmætisreglunni. Leitast verður við að svara því hvort úrlausnir íslenskra dómstóla þar sem deilt hefur verið um hvort lögbundinni þagnarskyldu skuli gert að víkja fyrir heimildum skattyfirvalda til upplýsingaöflunar séu í samræmi við 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, er kveður á um friðhelgi einkalífs og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Gerð verður grein fyrir rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og á hvaða hátt hún mælir fyrir um upplýsingaöflun í skattastjórnsýslunni og leitast verður við að gera grein fyrir sönnunarbyrði í málum þar sem ónægar upplýsingar liggja fyrir. Í lokin verður verða skoðaðar heimildir skattyfirvalda Noregi og Svíþjóð, í því augnamiði að kanna hvort heimildir íslenskra skattyfirvalda séu víðtækari.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að ákvæði tekjuskattslaga veita íslenskum skattyfirvöldum afar víðtækar heimildir til öflunar upplýsinga. Jafn víðtækar heimildir er ekki að finna í Noregi eða Svíþjóð. Leitt var í ljós að rökstuðningur dómstóla í þeim málum þar sem aðilum er gert að afhenda skattyfirvöldum upplýsingar, þrátt fyrir að vera bundin þagnarskyldu, sé heldur rýr að því er varðar hvort afhending upplýsinganna fari gegn 71. gr. stjórnarskrárinnar. Af dómaframkvæmd var ennfremur dregin sú ályktun að meðalhófsreglu stjórnsýslulaga er í litlum mæli beitt þegar upplýsingaskylda skattaðila er til skoðunar, sem telja verður varhugavert og þá sérstaklega sökum þess að með því kunni réttaröryggi borgaranna að vera skert

Samþykkt: 
  • 4.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
STÁ-MLritgerð2.pdf704.11 kBLokaður til...31.05.2133HeildartextiPDF