is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15970

Titill: 
  • Upptaka reglna um nýtt eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum inn í EES-samninginn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 2010 samþykktu Evrópuþingið og Ráðherraráðið löggjöf um nýtt eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum í Evrópu, en um samevrópskt eftirlitskerfi er að ræða. Umrætt eftirlitskerfi er byggt á reglugerðum sem lúta að stofnun Kerfisáhætturáðs og þriggja nýrra eftirlitsstofnana á sviði bankamála, verðbréfamála og vátryggingar- og starfstengdra lífeyrismála. Einna helst verður það reglugerð ESB nr. 1093/2010 um stofnun Evrópsks bankaeftirlits sem verður til umfjöllunar en líkt og titill ritgerðinnar gefur til kynna er það meginmarkmið hennar að rannsaka hvaða leiðir séu bærar fyrir Ísland og hin EFTA-ríkin að taka umræddar gerðir upp í EES-samninginn án þess að því tveggja stoða kerfi sem hann grundvallast á sé raskað. Í raun má segja að tvenns konar vandamál séu fyrir hendi þegar kemur að fyrrgreindum reglugerðum. Annars vegar er um að ræða álitaefni sem varða upptöku gerðanna í EES-samninginn, en ákvæði þeirra fara beinlínis á skjön við tveggja stoða kerfi samningsins, þar sem annarri stoðinni, ESB-stoðinni, eru veittar valdheimildir til þess að taka einhliða ákvarðanir sem eru bindandi fyrir hina stoðina, EES-stoðina, án þess að hægt sé að endurskoða slíkar ákvarðanir á sameiginlegum vettvangi. Hins vegar eru það síðan stjórnskipuleg álitaefni sem vakna þegar kemur að því að innleiða reglugerðirnar í landsrétt eftir að þær hafa verið teknar upp í EES-samninginn, en þær munu að öllum líkindum fela í sér umtalsvert framsal á ríkisvaldi til stofnana EFTA ef EES-aðlögun þeirra verður þannig úr garði gerð að þær valdheimildir sem eftirlitsstofnununum eru fengnar í reglugerðunum, verði framseldar til stofnana EFTA. Leitast verður við finna tillögur að lausn á þessum vandamálum.

  • Útdráttur er á ensku

    In 2010, the European Parliament and the Council of Ministers introduced new legislation establishing a new system for monitoring financial markets in Europe: the European Supervisory Authority. This supervisory system is based on the regulations pertaining to the establishment of a Systemic Risk Board and three new supervisory authorities in banking, securities and insurance issues, and occupational pension.
    This thesis will mainly focus on EU regulation no. 1093/2010 on the establishment of a European Banking Authority.
    The main aim of this thesis is to examine what avenues are available for Iceland and the other EEA/EFTA states in order to accept the previously mentioned EU regulations and therefore, amend the EEA Agreement, without disturbing the two pillar structure which the Agreement is based upon. There are two types of issues that arise when it comes to the adoption of the regulations. Firstly, there are issues relating to the adoption into the EEA Agreement. The power involved for the European Supervisory Authority in the provisions of the EU regulations is directly at odds with the two pillar structure of the EEA Agreement. Without particular amendments, the EU-pillar is granted powers to take unilateral decisions that are binding for the EEA/EFTA-pillar without being able to review such decisions on common ground. Secondly, there are constitutional issues that arise when it comes to implementing regulations into Icelandic national law after they have been incorporated into the EEA Agreement. This implementation will most likely involve a significant transfer of national state power to international institutions if the EEA amendments will be designed so that the powers involved in the regulations, will be transferred from the Authority to the EFTA institutions. This thesis will suggest a solution to these issues.

Samþykkt: 
  • 4.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna_Elvira_ML_Ritgerð_2013.pdf814.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna