is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/159

Titill: 
  • „Ég var skapstygg, svefnlaus og meyr.“ : rannsókn á upplifun kvenna af tíðahvörfum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að lýsa líðan kvenna sem ganga í gegnum tíðahvörf og hvort þörf sé á bættri þjónustu við þennan hóp kvenna á Íslandi. Einnig er markmiðið að auka skilning heilbrigðisstarfsfólks á mikilvægi þess að veita góða fræðslu og stuðning. Rannsóknin er eigindleg og stuðst við rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Sú rannsóknaraðferð leitast við að lýsa reynslu einstaklinga eins og þeir upplifa hana. Þátttakendur voru sex konur sem lýstu upplifun sinni af því að ganga í gegnum þetta tímabil. Tekið var eitt viðtal við hverja konu og þau greind í fimm megin þemu: 1) Áhrif á lífið. 2) Ég sjálf, 3) Hvað stóð til boða, 4) Leitað þekkingar, 5) Jafnvægi náð
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að allar konurnar lýstu svipuðum andlegum og líkamlegum einkennum þau helstu eru ; skapsveiflur, hitakóf, þurrkur í leggöngum, þvagleki, hjartsláttarköst, kvíði, þreyta, pirringur og svefntruflanir.
    Konurnar nefndu allar að þær hafi fengið mjög litla fræðslu frá fagaðilum en sögðu hana aðallega hafa komið frá læknum. Þeim bar öllum saman um að fræðslan væri engan vegin fullnægjandi.
    Niðurstöður þessarar rannsókanar benda til að þörf kvenna á þessu aldursskeiði fyrir sértæka þjónustu sé til staðar. Fræðsluefni á íslensku um málefni af þessum toga er ekki aðgengilegt. Rannsakendur telja að þetta þurfi að bæta.
    Rannsakendur vonast til þess að rannsóknin stuðli að því að konur fái betri þjónustu og markvissari fræðslu í tengslum við breytingaskeiðið.
    Lykilhugtök: Breytingaskeið, tíðahvörf, sjúkdómsvæðing, viðhorf, hormónameðferð.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skap.pdf8.76 MBOpinn„Ég var skapstygg, svefnlaus og meyr.“ - heildPDFSkoða/Opna