is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16001

Titill: 
  • Hrós og hvatning skiptir öllu : viðhorf þjálfaraog þátttakenda á líkamsræktarnámskeiðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir eru sammála um að heilsan er það mikilvægasta sem við eigum og því ber að vernda hana og efla eins vel og hægt er. Tilgangur með þessari ritgerð er að reyna að svara þeirri spurningu hvað þjálfarar og þátttakendur í líkamsræktarnámskeiðum telja að skipti máli þegar kemur að árangri í líkamsræktarnámskeiðum. Hrós og hvatning skiptir miklu máli og ég mun velta þeirri spurningu fyrir mér hvernig hrós og hvatning er notuð í þjálfun. Í þessari ritgerð framkvæmdi ég litla rannsókn þar sem ég ræddi við tvo námskeiðsþjálfara og fór einnig yfir ánægjukannanir á einni stærstu líkamsræktarstöð höfuðborgarsvæðisins. Í niðurstöðum kom fram að það sem skiptir mestu máli í þjálfun á líkamsræktarnámskeiðum er aðhald, viðhorf þjálfara og stöðugleiki frá þjálfara. Einnig skiptir hrós og hvatning þjálfarans miklu máli. Með réttri hvatningu og nægilega miklu hrósi þá fær þjálfarinn þátttakendur til þess að gera hluti sem þá óraði ekki fyrir að þeir gætu gert án þess að fólk sé að fara fram úr getu sinni og takmörkum.

Samþykkt: 
  • 15.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Ýrr Sveinrúnardóttir.pdf639 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna