is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16006

Titill: 
  • Upplifun foreldra af uppeldishlutverkinu : lengi býr að fyrstu gerð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Óhætt er að segja að uppeldishlutverkið sé það ábyrgðarmesta sem nokkur einstaklingur tekst á við í lífinu. Enda bera foreldrar mikla ábyrgð á því að koma heilsteyptum einstaklingi til manns. Ljóst er að upplifun foreldra af uppeldishlutverkinu mótast af ýmsum þáttum. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun foreldra af uppeldishlutverkinu. Fram að þessu hafa rannsóknir á barnauppeldi aðallega beint sjónum að aðstæðum barna og lítil athygli hefur beinst að reynslu og viðhorfum foreldra. Tilgangur rannsóknarinnar er að beina kastljósinu að upplifun íslenskra foreldra af uppeldishlutverkinu. Eigindleg aðferð var notuð við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Tekin voru fjögur hálfstöðluð opin einstaklingsviðtöl við fjóra foreldra sem öll eiga eitt barn aldursbilinu tveggja til 14 ára. Helstu niðurstöður eru þær að foreldrarnir hafa mikla ánægju af uppeldishlutverkinu. Þeir eru sammála um að traust og gott samband við barnið sé undirstaða góðs uppeldis. Einnig kom fram að reynsla viðmælenda af eigin uppeldi virðist hafa mikil áhrif á það hvernig þeir ala börn sín upp. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að uppeldið móti ekki einungis einstaklinginn heldur hafi einnig áhrif á hann sem foreldri og uppeldið sem hann veitir eigin börnum. Til að auka enn frekari skilning á þessu málefni er þörf á frekari rannsóknum sem beina sjónum að þessu ábyrgðarmikla hlutverki og áhrifum þess á foreldrið.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemma - BAritg - AnnaMonika.pdf707.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna