is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16008

Titill: 
  • Hamingjusöm sál í raunhæfum líkama : velferð barna í yfirþyngd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofþyngd og offita barna er vaxandi heilbrigðisvandamál hér á landi. Orsök vandans er flókið samspil erfða, umhverfis, lífshátta og samfélagslegra breytinga. Þyngdaraukning er iðulega tengd við óheilbrigðan lífsstíl eða ójafnvægi milli orkuinntöku og hreyfingar. Barátta á sviði ofþyngdar og offitu er því oftast í formi hvatningar til aukinnar hreyfingar og holls mataræðis. Töfralausn vandans virðist vera þyngdartap og markmiðið að sem flestir losi sig við umframfitu og aukakíló. Í samfélaginu ríkja ákveðin gildi og viðhorf varðandi útlit og holdafar. Skilaboðin eru ósjaldan þau að eftir því sem börn komast nær grannholda vaxtarlagi því heilbrigðari, fallegri og hamingjusamari verði þau. Börn í yfirþyngd sæta oft fitufordómum sökum neikvæðrar staðalmyndar. Það getur valdið þeim mikilli vanlíðan og haft neikvæð áhrif á líkamsmynd þeirra. Mikilvægt er að kenna börnum að allir þurfi að hugsa um heilsuna óháð holdafari. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi þess að stuðla að velferð barna í yfirþyngd. Megin niðurstöður eru þær að með því að efla jákvæða líkamsmynd barna, kenna þeim að bera virðingu fyrir eigin líkama og fjölbreytileika holdafars séu þau líklegri til þess að lifa heilsusamlegu lífi ásamt því að vera hamingjusamari. En neikvæð líkamsmynd getur til dæmis leitt til óheilbrigðra megrunarkúra og óhamingju. Mikilvægt er að foreldrar og aðrir uppalendur séu meðvitaðir um þetta málefni þar sem þeir eru fyrirmynd barna sinna og helstu mótunaraðilar líkamsmyndar þeirra.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bergros.pdf849.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna