is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16013

Titill: 
  • Þróun sjálfsmyndar unglinga : mikilvægi uppeldishátta foreldra og samskipta innan fjölskyldunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð fjallar um sjálfsmynd unglinga, þróun hennar og mótun ásamt þeim áhrifum sem samskipti innan fjölskyldunnar og uppeldishættir geta haft á þá þróun. Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga, bæði líkamlegra og sálrænna, en eitt af aðalverkefnum unglingsáranna er uppbygging sjálfsmyndarinnar. Sjálfsmynd einstaklinga tekur að þróast strax við fæðingu og er stöðugt að mótast alla ævina. Margir þættir hafa áhrif á það hvernig sjálfsmyndin byggist upp og hafa rannsóknir sýnt fram á að fjölskyldan er stór mótunarþáttur í byggingu sjálfsmyndarinnar. Uppeldishættir foreldra skipta þá miklu máli, en rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti foreldra sýna meira sjálfstæði og ábyrgð og þróa með sér betri sjálfsmynd og meiri sjálfsvirðingu en aðrir einstaklingar. Í því ljósi eru samskipti foreldra og unglinga einnig mikilvæg, en góð samskipti þar á milli leiða af sér betri sjálfsmynd fyrir unglinginn. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á mikilvægi samskipta við systkini í mótun sjálfsmyndar. Því betri samskipti og tengsl sem unglingar hafa við systkini sín, því betri er sjálfsmynd þeirra. Mikilvægt er fyrir foreldra að átta sig á því viðkvæma ferli sem þróun sjálfsmyndarinnar er og brýnt að þeir séu meðvitaðir um hvernig uppeldishættir þeirra og samskipti við unglinginn tengist því ferli.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjálfsmynd unglinga.pdf663.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna