is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16020

Titill: 
  • Heilsuefling íslenskra framhaldsskólanema : staða Heilsueflandi framhaldsskóla á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það eru margir þættir í umhverfinu sem hafa áhrif á heilsuhegðun unglinga. Heilsueflingarverkefni sem byggð eru á heildrænni nálgun og beinast að mörgum þáttum eru árangursríkari en þær sem beinast að einum þætti. Þegar ungt fólk er heilbrigt er það líklegra til þess að ná betri árangri í náminu. Heilsueflandi framhaldsskólar byggja á heildrænni nálgun þar sem stuðst er við fjóra undirstöðuþætti næring, hreyfing, geðrækt og lífsstíll. Markmið ritgerðarinnar var að meta stöðu Heilsueflandi framhaldsskóla hvað varðar undirstöðuþættina fjóra. Skoðuð voru megindleg gögn sem safnað var af embætti landlæknis frá 13 skólum af þeim 31 sem taka þátt í verkefninu. Um var að ræða spurningalista sem umsjónarmenn verkefnis frá hverjum skóla svöruðu og endurspeglar viðhorf þeirra til breytinga sem hafa orðið í skólanum eftir að verkefnið hófst. Það hafa orðið jákvæðar breytingar innan næringar- og hreyfingarþemunum þar sem flestir skólar eru. Betri aðgangur að næringarríkum mat og aðstaða til hreyfingar og hreyfitengdir viðburðir hafa aukist. Einn skóli er byrjaður í geðræktar þemanu en enginn skóli er í lífsstílsþemanu. Heilsueflingarverkefni geta bætt líkamlega og sálfræðilega getu, aukið námsárangur og afköst einstaklinga og dregið úr kostnaði heilbrigðiskerfisins. Vellíðan unglinga í skóla minnka einnig líkur á brottfalli.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð LOKA.pdf4.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna