is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16024

Titill: 
  • „Það gera bara allir ráð fyrir því að maður drekki“ : viðhorf fjögurra einstaklinga sem aldrei hafa byrjað að neyta áfengis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir byrja einhvern tímann á ævinni að neyta áfengis en rannsóknir sýna að skaðsemi áfengis fyrir einstaklinga og samfélag getur verið umtalsverð. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á ofneyslu áfengis og vímuefna og áhættuþáttum sem þar liggja að baki. Markmið þessarar rannsóknar var hins vegar að varpa ljósi á reynslu einstaklinga sem aldrei hafa byrjað áfengisneyslu og öðlast skilning á þeirri ákvörðun, hvað varð til þess að þeir tóku þá ákvörðun og hvernig þeir upplifa viðhorf annarra í sinn garð. Eigindleg aðferð var notuð við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Hálfstöðluð opin einstaklingsviðtöl voru tekin við viðmælendur sem aldrei hafa byrjað að neyta áfengis og niðurstöður unnar út frá þeim. Viðmælendur voru fjórir, tvær konur og tveir karlar, 30 og 60 ára. Helstu niðurstöður eru þær að ólíkar og fjölbreyttar ástæður liggja að baki ákvörðunar um að byrja ekki að neyta áfengis. Viðmælendur eiga auðvelt með að skemmta sér án áfengis, finnst áfengi óþarfi og óspennandi og sáu fleiri kosti við að vera án þess. Þeir eru ánægðir með ákvörðun sína og sjá ekki eftir að hafa valið þessa leið. Rannsóknin sýnir að fólk lifir innihaldsríku lífi og skemmtir sér vel án áfengis þó almennt virðist ríkja sú skoðun að það sé nauðsynlegur hluti af lífinu. Þessar niðurstöður eru áhugaverðar og má nota til að sýna ungu fólki fram á að ekki þurfi áfengi til að njóta lífsins.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerd.ThordisHlinSkemma.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna