is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16026

Titill: 
  • Hvað gerir þroskaþjálfi? : sérþekking þroskaþjálfa : breytt sýn - breyttar áherslur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni verðum sjónum beint að fagstétt þroskaþjálfa. Horft verður til stöðu fagstéttarinnar m.t.t. þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í málefnum fatlaðs fólks síðustu ár. Út frá breyttum sjónarhornum er mikilvægt að afla gagna og skoða fagstéttina í samhengi við samfélagslega þróun. Tilgangur rannsóknarverkefnisins er að varpa sýn á kjarna sérfræðiþekkingar þroskaþjálfa, skoða hvaða faglegu tæki þeir nýta í störfum og helstu sóknarfæri fagstéttarinnar í íslensku samfélagi horft til framtíðar.
    Um er að ræða eigindlega rannsókn sem byggir á opnum viðtölum við níu þroskaþjálfa. Notað var hentugleikaúrtak (e. purposive sample) og fjölbreytniúrtak (e. maximum variation sample). Stuðst var við greiningarforritið NVivo10 við greiningu gagna. Viðmælendur starfa allir á vettvangi málefna fatlaðs fólks og hafa fimm ára starfsreynslu eða meira. Viðmælendur hafa lokið námi á ólíkum tímum og starfa á ólíkum vettvangi, þ.e. innan skólakerfis, félagsþjónustu, búsetu og atvinnumála fatlaðs fólks.
    Samkvæmt niðurstöðum er hægt að horfa á kjarnann í sérþekkingu þroskaþjálfa út frá þremur þáttum, sem er þekking á málefnum fatlaðs fólks, þær aðferðir sem þeir styðjast við í störfum og nálgun þeirra sem einkennist af virðingu fyrir mannréttindum. Greinarmunur er á þeim faglegu tækjum sem þroskaþjálfar nýta sér eftir því hvort þeir starfa innan barna- og unglingasviðs annars vegar eða fullorðinssviðs hins vegar. Sýn þroskaþjálfa til framtíðar mótast af nýjum áherslum í málefnum fatlaðs fólks auk þess sem þeir eru að horfa til annarra hópa í samfélaginu þar sem sérþekking þeirra og hæfni getur nýst vel.
    Út frá niðurstöðum má segja að þroskaþjálfar búi yfir sérþekkingu sem er samfélaginu mikilvæg og hefur sérstöðu fram yfir margar aðrar fagstéttir í starfi með fötluðu fólki. Til þess að nýta fagþekkinguna á markvissan hátt er mikilvægt að þroskaþjálfar skilgreini þá sérþekkingu og faglegu tæki sem þeir búa yfir.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis focuses on the profession of social educators. The status of the profession will be examined, with respect to its development over the last several years as regards disability affairs. Based on changed perspectives, it is important to collect data and examine the profession in the context of social development. The purpose of the research is to provide insight into the essence of social educators' expertise and examine what professional tools they are utilising in their work, as well as the profession's main future opportunities in Icelandic society.
    The study involves qualitative research, utilising open interviews with nine social educators. A purposive and maximum variation sample was used. NVivo10 software was used to analyse the data. All the interviewees work in the field of disability and have five-year professional experience or more. The interviewees finished their studies at different times and work in different work environments, e.g. the school system, social services and residential and employment affairs of disabled people.
    According to the findings, the essence of social educators' expertise can be viewed on the basis of three main factors: The essence of their expertise is based on their knowledge of the history and development of disability matters, the methods they use in practice and an approach that characterizes their professional work. The professional tools utilised by social educators differ, depending on whether they work with children and youths or adults. Social educators' vision of the future is shaped by new emphases in social services for disabled people; in addition, they look to other groups in society, where their expertise and qualifications could be well utilised.
    Based on the findings, it can be said that social educators have expertise important to society and a unique position, relative to many other professions working with disabled people. In order to utilize professional knowledge in a meaningful way it is important that social educators have the opportunity to define the expertise and professional tools they possess.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.A. meistaraverkefni -Berglind.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna