is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16041

Titill: 
  • „Maður þarf bara að sætta sig við það“ : upplifun nemenda með dyslexíu af framhaldsskólakerfinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um upplifun nemenda með dyslexíu af móttöku framhaldsskólans og stuðningi við nám á framhaldsskólastigi ásamt því að greina frá áhrifaþáttum á mótun sjálfsálits þeirra. Rannsóknin var eigindleg og gagna aflað í samvinnu við Elínu G. Guðjónsdóttur. Tekin voru viðtöl við sex nemendur á framhaldsskólastigi, foreldra þeirra, náms- og/eða lestrarráðgjafa ásamt kennara haustið 2012.
    Rannsóknarspurningarnar við vinnslu ritgerðarinnar voru:
    Hver er upplifun nemenda með dyslexíu af móttöku, þjónustu og stuðningi í framhaldsskóla?
    Hver eru áhrif dyslexíu á sjálfsálit framhaldsskólanema?
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að móttaka flestra nemenda í framhaldsskóla var jákvæð og stuðningur innan og utan skólans mikill. Hvað sjálfsálit nemenda með dyslexíu varðar kom í ljós að tímapunktur greininga, viðhorf nemenda og foreldra til dyslexíu, félagsleg tengsl, styrkleikar nemenda, áhugahvöt og seigla ásamt viðmóti kennara eru mikilvægir áhrifaþættir. Niðurstöðurnar sýndu að upplifun nemenda var mjög ólík og einstaklingsbundin, og að viðhorf nemenda, foreldra og kennara til dyslexíu hafi mikil áhrif. Stuðningur er lykilatriði til að koma í veg fyrir uppgjöf nemenda og tryggja velgengni þeirra.
    Niðurstöðurnar sýndu nauðsyn aukinnar fræðslu um dyslexíu, sérstaklega til kennara, og mikilvægi breytinga á námsleiðum, námsefni og kennsluaðferðum á framhaldsskólastigi. Einnig vörpuðu niðurstöðurnar ljósi á óskýra löggjöf og óljósa námsskrá varðandi móttöku og stuðning við nemendur með dyslexíu.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper examines the experiences of students with dyslexia of reception
    and support in secondary school and analyzes the impacts on the
    development of the self-esteem of these students. The study was
    qualitative and data was gathered in collaboration with Elin G.
    Guðjónsdóttir. Interviews were conducted with six students in secondary
    school as well as their parents, counselors and teachers in the autumn
    2012.
    The research questions were the following:
    What is the experience of students with dyslexia concerning reception
    and support in secondary school?
    How does dyslexia affect self-esteem of students at secondary school?
    Study results revealed that most students received a lot of support both
    in and outside of school. Results showed that at the time of the dyslexia
    diagnosis the attitude of students, parents, social relationships, student
    strengths, motivation and resilience as well as the attitude of teachers were
    important factors concerning the self-esteem of students with dyslexia. The
    results showed that students' experiences were very different and
    individualized, and that attitudes of students, parents and teachers are very
    important. Support is crucial to prevent the submission of students and
    ensure their success.
    The results showed the need for increased education about dyslexia,
    especially for teachers, and the importance of changes in curriculum and
    teaching at secondary level. Results also cast light on the vague legislation
    curriculum concerning reception and support of students with dyslexia.

Samþykkt: 
  • 18.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskilyfirfarid18.mai.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna